Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 21:48 "Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi lögreglumannsins. vísir/gva Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52