Skáldsagan Vonarstræti 12 eftir Ármann Jakobsson Halldór Þorsteinsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun