Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar 18. desember 2025 07:01 Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun