Við eigum að vera hrædd Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 07:00 „Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Tækni Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun