Brúum bilið! Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar