Enn af verðofbeldi Þórólfur Matthíasson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Samkvæmt auglýsingu frá Verðlagsnefnd búvara dagsettri 17. júlí 2015 hækkaði verð á mjólkurvarningi um 3,6%. Undantekningin er verð á smjöri sem var hækkað um 12% enda í miklu uppáhaldi hjá neytendum nú um stundir! Um þá hækkun og aðrar hækkanir sem Verðlagsnefndin ákvað 17/7 má hafa mörg orð. En hér skal staldrað við ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli annars vegar (105 krónur á lítra) og verði á mjólk í eins lítra fernu hins vegar (121 króna á lítra). Þ.e.a.s. það virðist mat nefndarinnar að kostnaður við pökkun hvers lítra sé 16 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna. Helstu kaupendur ópakkaðrar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og fulltrúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hagsmuna“ neytenda, en því hlutverki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafulltrúarnir mata nefndina á upplýsingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveður nefndin heildsöluverð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlagsnefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða. Dæmið hér að ofan um vanmat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fernur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi! Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafnframt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rökstuðningi fyrir verðbreytingum sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun liggur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt auglýsingu frá Verðlagsnefnd búvara dagsettri 17. júlí 2015 hækkaði verð á mjólkurvarningi um 3,6%. Undantekningin er verð á smjöri sem var hækkað um 12% enda í miklu uppáhaldi hjá neytendum nú um stundir! Um þá hækkun og aðrar hækkanir sem Verðlagsnefndin ákvað 17/7 má hafa mörg orð. En hér skal staldrað við ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli annars vegar (105 krónur á lítra) og verði á mjólk í eins lítra fernu hins vegar (121 króna á lítra). Þ.e.a.s. það virðist mat nefndarinnar að kostnaður við pökkun hvers lítra sé 16 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna. Helstu kaupendur ópakkaðrar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og fulltrúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hagsmuna“ neytenda, en því hlutverki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafulltrúarnir mata nefndina á upplýsingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveður nefndin heildsöluverð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlagsnefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða. Dæmið hér að ofan um vanmat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fernur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi! Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafnframt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rökstuðningi fyrir verðbreytingum sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun liggur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun