Hvað mun friðurinn kosta? Sema Erla Serdar skrifar 22. júlí 2015 07:00 Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun