Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn á betra skilið 17. júlí 2015 12:00 Í dag höldum við upp á Alþjóðlegan dag réttlætis. Þennan dag árið 1998 var Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn stofnaður – merkur áfangi í baráttunni gegn refsileysi fyrir verstu glæpi mannkyns: hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Þá hafði hugmyndin um varanlegan, sjálfstæðan, alþjóðlegan dómstól sem myndi gera einstaklinga, þ.m.t. leiðtoga, ábyrga fyrir slíkum glæpum lengi verið talin draumsýn. Stofnun dómstólsins var því sannkallað kraftaverk í samskiptum ríkja. Þótt tilurð hans sé einstök, ber okkur engu að síður að dæma þessa ungu stofnun af verkum sínum. Alþjóðleg refsiréttarvarsla krefst sífelldrar vinnu. Dómstóllinn þarf oft að fóta sig varlega við rannsóknir á þeim sem bera mesta ábyrgð á grimmdarverkum, en hafa samtímis í heiðri ýtrustu kröfur um tilhlýðilega málsmeðferð og leyfa röddum óteljandi fórnarlamba að heyrast. Óháð gangverk dómstólsins heldur sínu striki. Hann hefur lokið þremur málum og sannað skilvirkni sína. Reynslan hefur leitt varnaðaráhrif hans í ljós: mögulegir afbrotamenn hafa forðast að fremja glæpi. Eins og Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, komst að orði: „Tími refsileysis heyrir sögunni til. Í hans stað sjáum við, hægt en örugglega, öld ábyrgðar ganga í garð.“ Nærri tveir þriðju hlutar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hafa gengið til liðs við dómstólinn. Erfiðleikarnir eru ekki úr sögunni. Ellefu handtökuskipanir, sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur gefið út, hafa ekki náð fram að ganga. Þar er með talin handtökuskipun á hendur Al Bashir, forseta Súdan, sem þarf að svara til saka fyrir ólýsanlega glæpi sem enn viðgangast og ógna óbreyttum borgurum Darfur. Fréttir bárust af því um allan heim fyrir skemmstu þegar hann slapp naumlega undan réttvísinni í Suður-Afríku og varð flóttinn vatn á myllu þeirra sem efast um dómstólinn og hallmæla honum. Þessum gagnrýnendum hættir hins vegar til að gleyma að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sömu aðstöðu til að framfylgja fyrirmælum og landsdómstólar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sína eigin lögreglu til að elta þekkta flóttamenn um allan heim. Orsök þess að handtökuskipunum hefur ekki verið framfylgt er að finna hjá ríkjum sem ekki axla þá ábyrgð að framfylgja þeim. Þar er ekki við dómstólinn að sakast. Gagnrýnendur halda því einnig fram að dómstóllinn velji sér mál, sæki til saka fyrir glæpi sumra – sérstaklega í Afríku – en horfi fram hjá öðrum. En dómstóllinn getur ekki rannsakað afbrot utan lögsögu sinnar. Þessi gagnrýni myndi hverfa ef þau lönd sem enn hafa ekki samþykkt lögsögu dómstólsins, gerðu það. Þangað til ber öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ábyrgð á því að koma í veg fyrir refsileysi. Það hefur vald til að heimila rannsóknir af hálfu Alþjóðlega sakamáladómstólsins hvar sem er í heiminum. Þetta getur öryggisráðið gert á svæðum þar sem hræðilegir glæpir eru daglegt brauð, en fórnarlömb í Sýrlandi og Norður-Kóreu, svo dæmi séu tekin, hafa þegar beðið allt of lengi eftir aðgerðum ráðsins. Sagan hefur einkennst af stríði og átökum, en lítill gaumur verið gefinn lögum um stríð og vernd óbreyttra borgara. Því grimmilegri sem glæpirnir eru, því líklegra hefur verið að afbrotamennirnir komist hjá refsingu. Þegar á heildina er litið hefur Alþjóðlegi sakadómstóllinn ekki enn slitið barnsskónum. Og hann þarfnast hjálpar okkar. Það er ekki í verkahring hans að bregðast við pólitískum árásum, heldur okkar. Þá sem fremja alvarlegustu glæpina samkvæmt alþjóðalögum verður að draga fyrir dómstóla svo þeir horfist í augu við gerðir sínar og fórnarlömb. Þetta ætti að vera reglan, ekki undantekningin. Við þekkjum þá pólitísku og praktísku erfiðleika sem fylgja því að lögsækja háttsetta afbrotamenn fyrir flókna glæpi. Við vitum líka að hafa þarf tímasetningu réttlætis í huga til að koma á friði. En við erum staðráðin í að tryggja að í fyllingu tímans muni réttlætið ná til gerenda þeirra glæpa sem særa samvisku mannkyns mest. Án réttlætis njóta ekki allir varanlegs friðar. Þess vegna biðjum við aðra stjórnmálamenn og óbreytta borgara að nota raddir sínar til hjálpar: að ganga til liðs við Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Bindum enda á vítahring ofbeldis með lögum. Þá sem fremja glæpi þarf að draga fyrir dómstóla – fyrir landsdómstóla eða Alþjóðlega sakamáladómstólinn, ef þá fyrrnefndu skortir vilja eða getu. Ef okkur mistekst er ekki við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem stofnun, að sakast, heldur mannkynið. Eftir helförina, Rúanda og Srebrenica segjum við „aldrei aftur“. Við þurfum meira en orð: við þurfum aðgerðir. Þetta er ákall okkar um aðgerðir. Undirritað af eftirfarandi ráðherrum:Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ÍslandsJean Asselborn, utanríkisráðherra LúxemborgarJulie Bishop, utanríkisráðherra ÁstralíuBørge Brende, utanríkisráðherra NoregsDidier Burkhalter, utanríkisráðherra SvissKarl Erjavec, varaforsætis- og utanríkisráðherra SlóveníuAurelia Frick, utanríkisráðherra LiechtensteinSebastian Kurz, utanríkisráðherra AusturríkisManuel González Sanz, utanríkisráðherra KostaríkaTimo Soini, Minister, utanríkisráðherra FinnlandsLubomír Zaorálek, utanríkisráðherra TékklandsPelonomi Venson-Moitoi, utanríkisráðherra BotsvanaKristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við upp á Alþjóðlegan dag réttlætis. Þennan dag árið 1998 var Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn stofnaður – merkur áfangi í baráttunni gegn refsileysi fyrir verstu glæpi mannkyns: hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Þá hafði hugmyndin um varanlegan, sjálfstæðan, alþjóðlegan dómstól sem myndi gera einstaklinga, þ.m.t. leiðtoga, ábyrga fyrir slíkum glæpum lengi verið talin draumsýn. Stofnun dómstólsins var því sannkallað kraftaverk í samskiptum ríkja. Þótt tilurð hans sé einstök, ber okkur engu að síður að dæma þessa ungu stofnun af verkum sínum. Alþjóðleg refsiréttarvarsla krefst sífelldrar vinnu. Dómstóllinn þarf oft að fóta sig varlega við rannsóknir á þeim sem bera mesta ábyrgð á grimmdarverkum, en hafa samtímis í heiðri ýtrustu kröfur um tilhlýðilega málsmeðferð og leyfa röddum óteljandi fórnarlamba að heyrast. Óháð gangverk dómstólsins heldur sínu striki. Hann hefur lokið þremur málum og sannað skilvirkni sína. Reynslan hefur leitt varnaðaráhrif hans í ljós: mögulegir afbrotamenn hafa forðast að fremja glæpi. Eins og Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, komst að orði: „Tími refsileysis heyrir sögunni til. Í hans stað sjáum við, hægt en örugglega, öld ábyrgðar ganga í garð.“ Nærri tveir þriðju hlutar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hafa gengið til liðs við dómstólinn. Erfiðleikarnir eru ekki úr sögunni. Ellefu handtökuskipanir, sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur gefið út, hafa ekki náð fram að ganga. Þar er með talin handtökuskipun á hendur Al Bashir, forseta Súdan, sem þarf að svara til saka fyrir ólýsanlega glæpi sem enn viðgangast og ógna óbreyttum borgurum Darfur. Fréttir bárust af því um allan heim fyrir skemmstu þegar hann slapp naumlega undan réttvísinni í Suður-Afríku og varð flóttinn vatn á myllu þeirra sem efast um dómstólinn og hallmæla honum. Þessum gagnrýnendum hættir hins vegar til að gleyma að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sömu aðstöðu til að framfylgja fyrirmælum og landsdómstólar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ekki sína eigin lögreglu til að elta þekkta flóttamenn um allan heim. Orsök þess að handtökuskipunum hefur ekki verið framfylgt er að finna hjá ríkjum sem ekki axla þá ábyrgð að framfylgja þeim. Þar er ekki við dómstólinn að sakast. Gagnrýnendur halda því einnig fram að dómstóllinn velji sér mál, sæki til saka fyrir glæpi sumra – sérstaklega í Afríku – en horfi fram hjá öðrum. En dómstóllinn getur ekki rannsakað afbrot utan lögsögu sinnar. Þessi gagnrýni myndi hverfa ef þau lönd sem enn hafa ekki samþykkt lögsögu dómstólsins, gerðu það. Þangað til ber öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ábyrgð á því að koma í veg fyrir refsileysi. Það hefur vald til að heimila rannsóknir af hálfu Alþjóðlega sakamáladómstólsins hvar sem er í heiminum. Þetta getur öryggisráðið gert á svæðum þar sem hræðilegir glæpir eru daglegt brauð, en fórnarlömb í Sýrlandi og Norður-Kóreu, svo dæmi séu tekin, hafa þegar beðið allt of lengi eftir aðgerðum ráðsins. Sagan hefur einkennst af stríði og átökum, en lítill gaumur verið gefinn lögum um stríð og vernd óbreyttra borgara. Því grimmilegri sem glæpirnir eru, því líklegra hefur verið að afbrotamennirnir komist hjá refsingu. Þegar á heildina er litið hefur Alþjóðlegi sakadómstóllinn ekki enn slitið barnsskónum. Og hann þarfnast hjálpar okkar. Það er ekki í verkahring hans að bregðast við pólitískum árásum, heldur okkar. Þá sem fremja alvarlegustu glæpina samkvæmt alþjóðalögum verður að draga fyrir dómstóla svo þeir horfist í augu við gerðir sínar og fórnarlömb. Þetta ætti að vera reglan, ekki undantekningin. Við þekkjum þá pólitísku og praktísku erfiðleika sem fylgja því að lögsækja háttsetta afbrotamenn fyrir flókna glæpi. Við vitum líka að hafa þarf tímasetningu réttlætis í huga til að koma á friði. En við erum staðráðin í að tryggja að í fyllingu tímans muni réttlætið ná til gerenda þeirra glæpa sem særa samvisku mannkyns mest. Án réttlætis njóta ekki allir varanlegs friðar. Þess vegna biðjum við aðra stjórnmálamenn og óbreytta borgara að nota raddir sínar til hjálpar: að ganga til liðs við Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Bindum enda á vítahring ofbeldis með lögum. Þá sem fremja glæpi þarf að draga fyrir dómstóla – fyrir landsdómstóla eða Alþjóðlega sakamáladómstólinn, ef þá fyrrnefndu skortir vilja eða getu. Ef okkur mistekst er ekki við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem stofnun, að sakast, heldur mannkynið. Eftir helförina, Rúanda og Srebrenica segjum við „aldrei aftur“. Við þurfum meira en orð: við þurfum aðgerðir. Þetta er ákall okkar um aðgerðir. Undirritað af eftirfarandi ráðherrum:Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ÍslandsJean Asselborn, utanríkisráðherra LúxemborgarJulie Bishop, utanríkisráðherra ÁstralíuBørge Brende, utanríkisráðherra NoregsDidier Burkhalter, utanríkisráðherra SvissKarl Erjavec, varaforsætis- og utanríkisráðherra SlóveníuAurelia Frick, utanríkisráðherra LiechtensteinSebastian Kurz, utanríkisráðherra AusturríkisManuel González Sanz, utanríkisráðherra KostaríkaTimo Soini, Minister, utanríkisráðherra FinnlandsLubomír Zaorálek, utanríkisráðherra TékklandsPelonomi Venson-Moitoi, utanríkisráðherra BotsvanaKristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar