Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 06:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Andri Marinó „Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
„Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira