Takk fyrir styttu og sjóð Siv Friðleifsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar