Gunnar Heiðar: Krossalistinn minn kláraður Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2015 06:00 Gunnar Heiðar á eftir að styrkja Eyjaliðið mikið en landsliðsmaðurinn fyrrverandi kvaddi sem markakóngur. Fréttablaðið/AFP „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira