Íslendingar þjálfa bestu lið Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 06:30 Guðmundur Guðmundsson og Þórir Hergeirsson. Vísir/AFP Evrópska handboltasambandið hefur gefið út nýjasta styrkleikalista sinn yfir bestu karla- og kvennalandsliðs álfunnar og þar kemur í ljós að það eru Íslendingar sem þjálfa bæði besta karlalið og besta kvennalið Evrópu. Listinn er settur saman út frá árangri landsliðanna á síðustu þremur Evrópumótum. Danir geta verið stoltir af handboltalandsliðum sínum því bæði karla- og kvennalandslið Dana eru á meðal þriggja bestu. Guðmundur Guðmundsson þjálfar danska karlalandsliðið og er á leiðinni með liðið á sitt fyrsta Evrópumót í Póllandi í byrjun næsta árs. Danir eiga að baki eitt stórmót með Guðmund við stjórnvölinn en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í upphafi ársins. Það sem er að skila Dönum í toppsætið er frábær árangur liðsins á síðustu Evrópumótum en liðið hefur unnið tvö gull og eitt silfur í síðustu fjórum Evrópukeppnum. Íslenska karlalandsliðið er í 9. sæti nýjasta listans, einu sæti á undan Þjóðverjum þar sem Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Heims-, Evrópu og Ólympíumeistarar Frakka eru í fjórða sæti listans en þar hefur mikið að segja slakur árangur liðsins á EM í Serbíu 2012 þegar liðið náði aðeins 11. sæti. Á undan franska karlalandsliðinu á listanum eru, auk danska landsliðsins, landslið Spánverja og Króata. Íslendingur þjálfar einnig besta kvennalandslið heims en Norðmenn skipa þar efsta sætið. Þórir Hergeirsson hefur þjálfað norska kvennalandsliðið frá 2009 og liðið vann sitt fjórða stórmót undir hans stjórn þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar í Búdapest í desember síðastliðnum. Það ógnar fátt þeim norsku á næstu árum enda hefur liðið náð í fimm gull og tvö silfur á síðustu sjö Evrópukeppnum kvennalandsliða. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Evrópska handboltasambandið hefur gefið út nýjasta styrkleikalista sinn yfir bestu karla- og kvennalandsliðs álfunnar og þar kemur í ljós að það eru Íslendingar sem þjálfa bæði besta karlalið og besta kvennalið Evrópu. Listinn er settur saman út frá árangri landsliðanna á síðustu þremur Evrópumótum. Danir geta verið stoltir af handboltalandsliðum sínum því bæði karla- og kvennalandslið Dana eru á meðal þriggja bestu. Guðmundur Guðmundsson þjálfar danska karlalandsliðið og er á leiðinni með liðið á sitt fyrsta Evrópumót í Póllandi í byrjun næsta árs. Danir eiga að baki eitt stórmót með Guðmund við stjórnvölinn en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í upphafi ársins. Það sem er að skila Dönum í toppsætið er frábær árangur liðsins á síðustu Evrópumótum en liðið hefur unnið tvö gull og eitt silfur í síðustu fjórum Evrópukeppnum. Íslenska karlalandsliðið er í 9. sæti nýjasta listans, einu sæti á undan Þjóðverjum þar sem Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Heims-, Evrópu og Ólympíumeistarar Frakka eru í fjórða sæti listans en þar hefur mikið að segja slakur árangur liðsins á EM í Serbíu 2012 þegar liðið náði aðeins 11. sæti. Á undan franska karlalandsliðinu á listanum eru, auk danska landsliðsins, landslið Spánverja og Króata. Íslendingur þjálfar einnig besta kvennalandslið heims en Norðmenn skipa þar efsta sætið. Þórir Hergeirsson hefur þjálfað norska kvennalandsliðið frá 2009 og liðið vann sitt fjórða stórmót undir hans stjórn þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar í Búdapest í desember síðastliðnum. Það ógnar fátt þeim norsku á næstu árum enda hefur liðið náð í fimm gull og tvö silfur á síðustu sjö Evrópukeppnum kvennalandsliða.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira