Seðlabankinn varar við gjaldþroti Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Werner Faymann, fjármálaráðherra Austurríkis, ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í gær. Faymann telur að Evrópuríki verði að standa við bakið á vinum sínum. NordicPhotos/afp Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim. Grikkland Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim.
Grikkland Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira