Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017 Jón Þór Ólafsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þrisvar sinnum síðastliðinn mánuð hefur Landlæknir sent stjórnvöldum formlegt bréf þar sem fram kemur að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Fyrir kosningar töluðu báðir stjórnarflokkarnir um „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“ og „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar“. Það var fyrir kosningar. Það kom skýrt fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Pírata í nóvember að yfir 90% landsmanna vilja forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðismál, sama hvar í flokk eða sveit þeir eru settir. Á síðustu fjárlögum vantaði samt 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða. Og núna, í stað þess að afstýra hættuástandi heilbrigðiskerfisins bæði til lengri og skemmri tíma með því að forgangsraða skattfé landsmanna í það góða samninga við heilbrigðisstarfsmenn að við höldum í þá og það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem þeir hafa skapað þá grípa stjórnvöld til skaðlegrar skammtímalausnar með lögum á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Búist var við því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi myndi versna verulega í kjölfar hrunsins og kreppunnar eins og kemur fram í árlegri skýrslu „Euro Health Consumer Index“ sem Landlæknir hefur stuðst við til að meta gæði heilbrigðisþjónustu landsins. En svo varð ekki og okkur hefur þess í stað tekist að halda öllum flokkum þjónustunnar grænum á sama tíma og Noregur og Svíþjóð hafa fallið úr þeim flokki. Þetta hefur heilbrigðisstarfsfólkið okkar gert þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er hetjur og ef við stöndum ekki vörð um það núna þá eigum við skilið að missa það úr landi. Það eru tvö ár í kosningar og ef þessum stjórnvöldum tekst að skaða það fyrsta flokks heilbrigðiskerfi sem heilbrigðisstarfsfólkinu okkar tókst með miklum fórnum að halda á lífi í gegnum mjög erfið kreppuár þá verður fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta kosningamál 2017.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun