Mansal rætt í Ríga Elín Hirst skrifar 8. júní 2015 08:00 Í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, er mansal landlægt vandamál og mjög margar konur þaðan verða fórnarlömb þess sem kallað hefur verið nútíma þrælahald. Nýlega fór ég ásamt nokkrum þingmönnum Norðurlandaráðs til fundar við lettnesk yfirvöld í Ríga til að fræðast um stöðuna og bjóða hjálp Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn mansali. Mjög erfitt er að uppræta mansal þar sem glæpamennirnir hafa afar föst tök á fórnarlömbum sínum. Einnig skortir mjög á að almenningur sé meðvitaður um mansal og eðli þess. Mansal, en man er gamalt íslenskt orð sem þýðir þræll eða ambátt, fer m.a. þannig fram að brotamennirnir nýta sér fátækt, menntunarskort, eiturlyfjafíkn eða hreinlega beita hótunum. Fórnarlömbunum eru boðin vel launuð störf eða námstækifæri. Þegar til kastanna kemur eru tilboðin blekking og konurnar þá fastar í vef brotamanna. Um velskipulagða glæpastarfsemi er að ræða þar sem ávinningur glæpamannanna er gríðarlegur. Fórnarlömb mansals verða oft kynlífsþrælar; þvingaðar til að stunda vændi með margs konar hætti, á nuddstofum eða nektardansstöðum. Mansal á ungmennum er einnig vel þekkt þar sem börn eru hneppt í þrældóm til kynlífs eða vændis sem og til þrælkunar við ýmis framleiðslustörf. Á fundinum í Ríga hittum við þingmenn fulltrúa mannréttindanefndar lettneska þingsins, innanríkisráðuneytisins, saksóknara og lögreglu. Auk þess hittum við systursamtök Stígamóta á Íslandi sem kallast MARTA. Þau samtök hafa unnið afar gott starf við að aðstoða fórnarlömb mansals og uppfræða almenning. Í heimsókninni buðu Norðurlöndin fram aðstoð sína við lettnesk yfirvöld, til dæmis með þeim hætti að auka samstarf og samþjálfun lögreglu. Þess utan lýstum við þingmennirnir yfir miklum vilja til þess að nota stjórnmálavettvanginn á Norðurlöndum til þess að aðstoða nágranna okkar við Eystrasalt í baráttunni gegn mansali. Ég vil skora á okkur Íslendinga að vera vel á verði þegar mansal er annars vegar en því miður hafa komið upp nokkur mál hér á landi. Um langt skeið hafa dansstaðir eða kampavínsklúbbar átt upp á pallborðið hér á landi þrátt fyrir sterkan grun um tengsl slíkra staða við vændi og mansal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, er mansal landlægt vandamál og mjög margar konur þaðan verða fórnarlömb þess sem kallað hefur verið nútíma þrælahald. Nýlega fór ég ásamt nokkrum þingmönnum Norðurlandaráðs til fundar við lettnesk yfirvöld í Ríga til að fræðast um stöðuna og bjóða hjálp Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn mansali. Mjög erfitt er að uppræta mansal þar sem glæpamennirnir hafa afar föst tök á fórnarlömbum sínum. Einnig skortir mjög á að almenningur sé meðvitaður um mansal og eðli þess. Mansal, en man er gamalt íslenskt orð sem þýðir þræll eða ambátt, fer m.a. þannig fram að brotamennirnir nýta sér fátækt, menntunarskort, eiturlyfjafíkn eða hreinlega beita hótunum. Fórnarlömbunum eru boðin vel launuð störf eða námstækifæri. Þegar til kastanna kemur eru tilboðin blekking og konurnar þá fastar í vef brotamanna. Um velskipulagða glæpastarfsemi er að ræða þar sem ávinningur glæpamannanna er gríðarlegur. Fórnarlömb mansals verða oft kynlífsþrælar; þvingaðar til að stunda vændi með margs konar hætti, á nuddstofum eða nektardansstöðum. Mansal á ungmennum er einnig vel þekkt þar sem börn eru hneppt í þrældóm til kynlífs eða vændis sem og til þrælkunar við ýmis framleiðslustörf. Á fundinum í Ríga hittum við þingmenn fulltrúa mannréttindanefndar lettneska þingsins, innanríkisráðuneytisins, saksóknara og lögreglu. Auk þess hittum við systursamtök Stígamóta á Íslandi sem kallast MARTA. Þau samtök hafa unnið afar gott starf við að aðstoða fórnarlömb mansals og uppfræða almenning. Í heimsókninni buðu Norðurlöndin fram aðstoð sína við lettnesk yfirvöld, til dæmis með þeim hætti að auka samstarf og samþjálfun lögreglu. Þess utan lýstum við þingmennirnir yfir miklum vilja til þess að nota stjórnmálavettvanginn á Norðurlöndum til þess að aðstoða nágranna okkar við Eystrasalt í baráttunni gegn mansali. Ég vil skora á okkur Íslendinga að vera vel á verði þegar mansal er annars vegar en því miður hafa komið upp nokkur mál hér á landi. Um langt skeið hafa dansstaðir eða kampavínsklúbbar átt upp á pallborðið hér á landi þrátt fyrir sterkan grun um tengsl slíkra staða við vændi og mansal.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun