Við Fylkismenn eigum það til að missa okkur aðeins í gleðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 07:00 Albert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki. vísir/stefán „Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
„Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira