Finnst skemmtilegast í utanvegahlaupum Jón Hákon Haldórsson skrifar 27. maí 2015 10:00 Tómas Þór og eiginkona hans eiga fjögur börn. Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann. Wow Cyclothon Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Sjá meira
Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann.
Wow Cyclothon Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Sjá meira