Versta byrjun Keflvíkinga í 55 ár í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Kristján Guðmundsson er í vandræðum. vísir/stefán Keflvíkingar hafa farið afar illa af stað í Pepsi-deild karla í sumar. Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar töpuðu sínum fjórða leik í fyrrakvöld þegar þeir lágu, 1-3, fyrir Fylki á Nettó-vellinum í Keflavík í 5. umferð deildarinnar. Keflvíkingar eru sem stendur í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig, sem þeir fengu fyrir jafnteflið gegn Breiðabliki í 3. umferð. Þessi slaka byrjun Keflavíkur er gjörólík þeirri sem þeir áttu í fyrra. Þá vann liðið þrjá fyrstu leikina, tapaði næst fyrir KR en náði svo í stig gegn FH. Keflvíkingar voru því með tíu stig eftir fyrstu fimm umferðirnar í fyrra en þessi frábæra byrjun liðsins fór langt með að tryggja því áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Keflavík vann aðeins þrjá leiki það sem eftir lifði tímabilsins en það breytti engu. Keflvíkingar enduðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, fjórum stigum frá fallsæti. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum. Keflavík er aðeins með eitt stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en liðið hefur ekki verið með svona fá stig eftir fimm umferðir síðan 1960, eða í 55 ár. Þá gerði Keflavík 2-2 jafntefli við Val í 1. umferðinni en tapaði svo fjórum næstu leikjum sínum með markatölunni 1-13. Keflvíkingar unnu tvo leiki í seinni umferðinni – á þessum tíma voru sex lið í deildinni og tvöföld umferð leikin – en það dugði ekki til að bjarga þeim frá falli. Keflavík féll niður í 2. deild og þeirra sæti tók ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar). Keflavík var tvö ár í 2. deild en sneri aftur í deild þeirra bestu 1963. Ári seinna varð liðið svo Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Frá 1960 hefur Keflavík ekki fengið minna en tvö stig (sé tveggja stiga reglan umreiknuð í þriggja stiga regluna) í fyrstu fimm umferðunum í efstu deild. Minnst fengu Keflvíkingar tvö stig 1968 og 1996 en bæði árin björguðu þeir sér frá falli. Jafnvel árin sem Keflavík féll niður um deild, 1980, 1989 og 2002, fékk liðið alltaf þrjú stig eða fleiri. Athyglisvert verður að sjá hvort Keflvíkingar nái að hala inn fleiri stig á næstunni en ljóst er að þeir þurfa að taka sig taki ef ekki á illa að fara. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Keflvíkingar hafa farið afar illa af stað í Pepsi-deild karla í sumar. Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar töpuðu sínum fjórða leik í fyrrakvöld þegar þeir lágu, 1-3, fyrir Fylki á Nettó-vellinum í Keflavík í 5. umferð deildarinnar. Keflvíkingar eru sem stendur í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig, sem þeir fengu fyrir jafnteflið gegn Breiðabliki í 3. umferð. Þessi slaka byrjun Keflavíkur er gjörólík þeirri sem þeir áttu í fyrra. Þá vann liðið þrjá fyrstu leikina, tapaði næst fyrir KR en náði svo í stig gegn FH. Keflvíkingar voru því með tíu stig eftir fyrstu fimm umferðirnar í fyrra en þessi frábæra byrjun liðsins fór langt með að tryggja því áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Keflavík vann aðeins þrjá leiki það sem eftir lifði tímabilsins en það breytti engu. Keflvíkingar enduðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, fjórum stigum frá fallsæti. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum. Keflavík er aðeins með eitt stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en liðið hefur ekki verið með svona fá stig eftir fimm umferðir síðan 1960, eða í 55 ár. Þá gerði Keflavík 2-2 jafntefli við Val í 1. umferðinni en tapaði svo fjórum næstu leikjum sínum með markatölunni 1-13. Keflvíkingar unnu tvo leiki í seinni umferðinni – á þessum tíma voru sex lið í deildinni og tvöföld umferð leikin – en það dugði ekki til að bjarga þeim frá falli. Keflavík féll niður í 2. deild og þeirra sæti tók ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar). Keflavík var tvö ár í 2. deild en sneri aftur í deild þeirra bestu 1963. Ári seinna varð liðið svo Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Frá 1960 hefur Keflavík ekki fengið minna en tvö stig (sé tveggja stiga reglan umreiknuð í þriggja stiga regluna) í fyrstu fimm umferðunum í efstu deild. Minnst fengu Keflvíkingar tvö stig 1968 og 1996 en bæði árin björguðu þeir sér frá falli. Jafnvel árin sem Keflavík féll niður um deild, 1980, 1989 og 2002, fékk liðið alltaf þrjú stig eða fleiri. Athyglisvert verður að sjá hvort Keflvíkingar nái að hala inn fleiri stig á næstunni en ljóst er að þeir þurfa að taka sig taki ef ekki á illa að fara.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira