Dagurinn hans Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 08:00 Hjörvar býst við miklu af þeim Ólafi Karli Finsen hjá Stjörnunni og Kassim Doumbia hjá FH í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel „Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
„Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira