Á öldum umræðna um Dyflinnarregluna Toshiki Toma skrifar 21. maí 2015 07:00 Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun