Stúdentar frá MR – sameinist! Benedikt Jóhannesson skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun