Mótmælum rofi á rammaáætlun! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun