Eignarréttarfyrirvarinn og makrílfrumvarpið Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun