Nota hærri skatta til kælingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir í ræðustól. vísir/daníel Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira