Andrea Sif: Þetta er mikill sigur fyrir okkur alla Tómas þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2015 06:30 Atjarnan rauf einokun Gerplu og varð Íslandsmeistari. Andrea Sif er fyrir miðri mynd. Mynd/Stjarnan „Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif. Fimleikar Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
„Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif.
Fimleikar Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira