Ég verð kona í vor Magnús Guðmundsson skrifar 13. apríl 2015 07:00 Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listahátíð í Reykjavík Magnús Guðmundsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar