Ég verð kona í vor Magnús Guðmundsson skrifar 13. apríl 2015 07:00 Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listahátíð í Reykjavík Magnús Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar