Helgi segir ríkja lýðræðiskrísu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2015 09:00 Helgi Hrafn Gunnarsson segir lítið traust á Alþingi merki um djúpstæðan vanda og vonar að fylgisaukning við Pírata merki að fólk vilji lýðræðisumbætur. Vísir/Þórður Sveinsson Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösklega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi sem Gallup gerði á landsvísu dagana 26. febrúar til 30. mars. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðisumbætur sem skili þeim fylgisaukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýðræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta gengur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“ Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö prósentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1-1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösklega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi sem Gallup gerði á landsvísu dagana 26. febrúar til 30. mars. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðisumbætur sem skili þeim fylgisaukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýðræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta gengur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“ Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö prósentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1-1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira