Krónan og EES Þröstur Ólafsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Aðeins áratug eftir að EFTA-samningurinn var undirritaður var ljóst að hann var bara áfangi. Með vaxandi pólitískum og efnahagslegum samruna Evrópu þurfti betri aðgang að mörkuðum þar. EES-samningurinn hvílir á þremur meginstoðum; frjálsu flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns. Þetta á að tryggja frjálsan, hindrunarlausan markað með sameiginlegum leikreglum. Undanþágur frá þessum meginprinsippum fást trauðla til lengdar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsvörur eru þó sér kapítuli með breytilegum leiðum fyrir einstök lönd. Slíkir samningar flokkast ekki sem undanþágur. Tímabundnar undanþágur hafa hins vegar verið við lýði s.s. vegna frjáls flæðis vinnuafls. Íslendingar sóttu ekki um neinar meiriháttar undanþágur frá fjórfrelsinu fyrr en eftir hrun, er tímabundin undanþága fékkst frá frjálsu flæði fjármagns, þegar gjaldeyrishöftin voru lögfest. ESB samþykkti tímabundna undanþágu vegna stærðar hrunsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem hér ríktu þá. Þessi undanþága hefur nú staðið í um fimm ár. Þar sem ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að viðhalda skuli krónunni sem gjaldmiðli, og aðildarumsókninni verið ýtt út af borðinu, liggur fyrir að sækja þarf um varanlega undanþágu frá einni af meginstoðum EES/ESB. Varanleg undanþága frá fjórfrelsinu? Bretar hafa látið að því liggja að þeir vilji fá varanlega undanþágu frá frjálsu flæði vinnuafls. Þeirri hugmynd hefur þegar verið hafnað. Hætt er við að Ísland fái sambærilega synjun, ef farið verður fram á varanlega undanþágu frá einni meginstoð EES-samningsins. Verði synjun niðurstaða er EES samningurinn í uppnámi. Hvað gerum við þá? Fórnum við krónunni eða EES, mikilvægustu tengingu okkar við gjöfulasta markað heims? Eru tvíhliða samningar valkostur? Sagt er að Sviss hafi þurft að gera 225 sérsamninga í staðinn fyrri einn EES-samning. Og hvað ef ESB gerði fjórfrelsið að meginkjarna tvíhliðasamninga eins og reyndin er með Sviss? Hver yrði ávinningur okkar að því að fórna EES og endurnýja efni hans í tvíhliða samningum? Þá nytum við ekki lengur samfylgdar Noregs sem styrkir stöðu okkar í samningaviðræðum og greiðir hluta af kostnaðar okkar í EES. Við hefðum aldrei náð EES samningunum án aðstoðar annarra landa sem við vorum í samfloti með. Það ber vott um mikinn veikleika að ofmeta styrk sinn. Kannski leitum við á náðir Kínverja? Þeir eiga bæði mikla peninga og öfluga formælendur á æðstu stöðum. En það yrði varla ókeypis. Þjóðin er því miður komin í öngstræti með krónuna. Þótt okkur vonandi takist að komast ólimlestuð úr snöru vogunarsjóðanna þá er það bara upphafið. Með krónuna sem framtíðar ferðafélaga er hætt við því að styttist í næsta klúður. Viðnámsþróttur hagkerfisins hefur dvínað vegna hafta og skorts á framsýni. Samfelld reynsla okkar frá 1922 segir okkur að krónan sé afar gallaður gjaldmiðill. Aldrei hafa þessi sannindi birst okkur skýrar en á árunum fyrir og eftir hrun. Þjóðleg, íslensk peningafræði í hnattvæddum heimi er sjálfsblekking, sem stenst ekki einu sinni skammtímans tönn. Danska krónan eða evran? Hagkerfi Færeyja og á vissan hátt Grænlands eru lík því íslenska hvað varðar þyngsl sjávarútvegs í hagkerfinu. Báðar þessar þjóðir hafa dönsku krónuna að gjaldmiðli og farnast nokkuð vel. Þeir þurfa hvorki að glíma við bölvun verðbólgu né verðtryggingar. Stöðugleiki ríkir í frekar óstöðugum auðlinda hagkerfum þeirra. Danska krónan er tengd evrunni en hefur sveigjanleg vikmörk. Á þau hefur reynt þessar vikurnar. Hvorki Grænland né Færeyjar eru aðilar að ESB, ekki frekar en við. Þótt danska krónan geti vissulega verið kostur er ég ekki sannfærður um að Danir tækju okkur fagnandi, og alls ekki án strangra skilyrða. Evrunni tengjumst við hins vegar mun sterkari viðskiptaböndum. Stærstur hluti viðskipta okkar við útlönd fer fram í evrum. Breytingar á verði afurða á stærstu mörkuðum okkar í evrulöndunum skila sér hér í gegnum evruna. Þá eru hefðbundnar aflasveiflur orðnar hverfandi eftir upptöku aflamarkskerfisins. Hvað þetta varðar er evran nærtækasti kosturinn og sá sem veitir okkur besta skjólið gegn erlendri ásælni. Það er þó vissulega ekkert einfalt mál, því evran er heimsviðskiptagjaldmiðill og gengi hennar mótast mikið af hreyfingum á hnattvæddum fjármálamörkuðum, en það á einnig við um flesta aðra frjálsa gjaldmiðla, og trauðla tökum við upp evru án þess að ganga í ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Sjá meira
Aðeins áratug eftir að EFTA-samningurinn var undirritaður var ljóst að hann var bara áfangi. Með vaxandi pólitískum og efnahagslegum samruna Evrópu þurfti betri aðgang að mörkuðum þar. EES-samningurinn hvílir á þremur meginstoðum; frjálsu flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns. Þetta á að tryggja frjálsan, hindrunarlausan markað með sameiginlegum leikreglum. Undanþágur frá þessum meginprinsippum fást trauðla til lengdar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsvörur eru þó sér kapítuli með breytilegum leiðum fyrir einstök lönd. Slíkir samningar flokkast ekki sem undanþágur. Tímabundnar undanþágur hafa hins vegar verið við lýði s.s. vegna frjáls flæðis vinnuafls. Íslendingar sóttu ekki um neinar meiriháttar undanþágur frá fjórfrelsinu fyrr en eftir hrun, er tímabundin undanþága fékkst frá frjálsu flæði fjármagns, þegar gjaldeyrishöftin voru lögfest. ESB samþykkti tímabundna undanþágu vegna stærðar hrunsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem hér ríktu þá. Þessi undanþága hefur nú staðið í um fimm ár. Þar sem ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að viðhalda skuli krónunni sem gjaldmiðli, og aðildarumsókninni verið ýtt út af borðinu, liggur fyrir að sækja þarf um varanlega undanþágu frá einni af meginstoðum EES/ESB. Varanleg undanþága frá fjórfrelsinu? Bretar hafa látið að því liggja að þeir vilji fá varanlega undanþágu frá frjálsu flæði vinnuafls. Þeirri hugmynd hefur þegar verið hafnað. Hætt er við að Ísland fái sambærilega synjun, ef farið verður fram á varanlega undanþágu frá einni meginstoð EES-samningsins. Verði synjun niðurstaða er EES samningurinn í uppnámi. Hvað gerum við þá? Fórnum við krónunni eða EES, mikilvægustu tengingu okkar við gjöfulasta markað heims? Eru tvíhliða samningar valkostur? Sagt er að Sviss hafi þurft að gera 225 sérsamninga í staðinn fyrri einn EES-samning. Og hvað ef ESB gerði fjórfrelsið að meginkjarna tvíhliðasamninga eins og reyndin er með Sviss? Hver yrði ávinningur okkar að því að fórna EES og endurnýja efni hans í tvíhliða samningum? Þá nytum við ekki lengur samfylgdar Noregs sem styrkir stöðu okkar í samningaviðræðum og greiðir hluta af kostnaðar okkar í EES. Við hefðum aldrei náð EES samningunum án aðstoðar annarra landa sem við vorum í samfloti með. Það ber vott um mikinn veikleika að ofmeta styrk sinn. Kannski leitum við á náðir Kínverja? Þeir eiga bæði mikla peninga og öfluga formælendur á æðstu stöðum. En það yrði varla ókeypis. Þjóðin er því miður komin í öngstræti með krónuna. Þótt okkur vonandi takist að komast ólimlestuð úr snöru vogunarsjóðanna þá er það bara upphafið. Með krónuna sem framtíðar ferðafélaga er hætt við því að styttist í næsta klúður. Viðnámsþróttur hagkerfisins hefur dvínað vegna hafta og skorts á framsýni. Samfelld reynsla okkar frá 1922 segir okkur að krónan sé afar gallaður gjaldmiðill. Aldrei hafa þessi sannindi birst okkur skýrar en á árunum fyrir og eftir hrun. Þjóðleg, íslensk peningafræði í hnattvæddum heimi er sjálfsblekking, sem stenst ekki einu sinni skammtímans tönn. Danska krónan eða evran? Hagkerfi Færeyja og á vissan hátt Grænlands eru lík því íslenska hvað varðar þyngsl sjávarútvegs í hagkerfinu. Báðar þessar þjóðir hafa dönsku krónuna að gjaldmiðli og farnast nokkuð vel. Þeir þurfa hvorki að glíma við bölvun verðbólgu né verðtryggingar. Stöðugleiki ríkir í frekar óstöðugum auðlinda hagkerfum þeirra. Danska krónan er tengd evrunni en hefur sveigjanleg vikmörk. Á þau hefur reynt þessar vikurnar. Hvorki Grænland né Færeyjar eru aðilar að ESB, ekki frekar en við. Þótt danska krónan geti vissulega verið kostur er ég ekki sannfærður um að Danir tækju okkur fagnandi, og alls ekki án strangra skilyrða. Evrunni tengjumst við hins vegar mun sterkari viðskiptaböndum. Stærstur hluti viðskipta okkar við útlönd fer fram í evrum. Breytingar á verði afurða á stærstu mörkuðum okkar í evrulöndunum skila sér hér í gegnum evruna. Þá eru hefðbundnar aflasveiflur orðnar hverfandi eftir upptöku aflamarkskerfisins. Hvað þetta varðar er evran nærtækasti kosturinn og sá sem veitir okkur besta skjólið gegn erlendri ásælni. Það er þó vissulega ekkert einfalt mál, því evran er heimsviðskiptagjaldmiðill og gengi hennar mótast mikið af hreyfingum á hnattvæddum fjármálamörkuðum, en það á einnig við um flesta aðra frjálsa gjaldmiðla, og trauðla tökum við upp evru án þess að ganga í ESB.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun