Af samvisku presta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðkirkjan er í fararbroddi meðal kirkna er láta sig varða mannréttindi hinsegin fólks. Sú viðurkenning sem 113 prestum og guðfræðingum var veitt af Samtökunum '78 í kjölfar setningar einna hjúskaparlaga árið 2010 ber vott um þann víðtæka stuðning sem ríkir í prestastétt við hjónavígslu einstaklinga af sama kyni. Það eru forréttindi okkar sem störfum í kirkjunni að til okkar leita á hverju ári fjölmörg hinsegin pör eftir kirkjulegri hjónavígslu fyrir samband sitt. Sá sigur sem náðist með einum hjúskaparlögum var ekki sársaukalaus og deilur innan kirkjunnar um málið leiddu til þess að særandi ummæli voru viðhöfð í fjölmiðlum af kirkjunnar þjónum í garð hinsegin fólks. Átökin náðu hámarki á prestastefnu 2007 þar sem tillaga um að fara þess á leit við Alþingi að prestar skyldu fá heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á þeim forsendum að hópur presta taldi að hjónaband skyldi skilgreint sem sáttmáli karls og konu. Þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt 2010 fengu prestar heimild til að vígja samkynja hjón en lögin voru höfð valkvæm byggt á áliti kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar frá 2006. Í athugasemd við lagafrumvarpið (þskj. 836/485. mál.) er það tekið fram að prestur „megi neita að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“. Með öðrum orðum hafa prestar heimild til að mismuna hjónaefnum á grundvelli kynhneigðar. Sambærileg álitamál í kirkjusögu 20. aldar hafa varðað hjónavígslu fráskilinna og prestvígslu kvenna en hvorugt hefur orðið að deiluefni í íslensku Þjóðkirkjunni. Sigurbjörn Einarsson biskup tók af skarið með prestsvígslu kvenna þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna árið 1974 án vandkvæða. Í nágrannalöndum okkar hefur prestsvígsla kvenna verið sársaukafullt deiluefni og þar þekkist að biskupar hafi samviskufrelsi um að neita konum prestsvígslu. Samband ríkis og þjóðkirkju er með þeim hætti að prestar í embætti eru opinberir starfsmenn og um þá gilda lög og reglur sem samsvara því. Í krafti þess eru jafnréttislög í gildi við ráðningar presta og það er tekið fram þegar prestsstaða er auglýst. Þannig er það tryggt að ekki sé hægt að mismuna á grundvelli kynferðis þegar veitt eru embætti. Engar málamiðlanir Það skýtur því skökku við að opinberir starfsmenn hafi til þess heimild í lögum að mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar. Engar upplýsingar eru aðgengilegar um þann hóp presta sem neitar hjónavígslu samkynhneigðra og því er það óhjákvæmilegt að hjónaefni reki sig á að ekki er óhætt að leita eftir þjónustu í hvaða sóknarkirkju sem er. Þessi kerfislæga mismunun stendur íslensku þjóðkirkjunni fyrir þrifum. Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar eru ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika. Hjónavígsla tveggja fullveðja jafningja sem leita blessunar Guðs er ein fegursta birtingarmynd mannlegs kærleika og þar gildir kynhneigð einu. Til að um þann kærleika geti ríkt friður þarf réttlætið að ná fram að ganga. Um ein hjúskaparlög mun ekki ríkja friður og sátt fyrr en hjónaefnum er ekki lengur mismunað kerfislægt í kirkjunni á grundvelli kynhneigðar.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun