Hagsmunabarátta á Alþingi Ögmundur Jónasson skrifar 17. mars 2015 00:00 Pistlahöfundur Fréttablaðsins, Sif Sigmarsdóttir rithöfundur, skrifar mikinn vandlætingarpistil um framgöngu mína í deilum um áfengisfrumvarpið á þingi, síðastliðinn föstudag. Sif leggur út af grein sem ég skrifaði nýlega í Fréttablaðið þar sem ég sagði að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi fyrir stóru verslanakeðjurnar að fá áfengi í búðarhillur sínar og væri nöturlegt til þess að hugsa að hópur alþingismanna væri „reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna“.Hugmyndafræði og hagsmunir Rithöfundurinn segir að ég láti ekki sitja við það eitt að fara ásakandi orðum um það sem hún kallar „frelsis-elskandi þingmenn“ heldur sé ég að væna þá um „að leggja fram frumvörp svo einhver fyrirtæki úti í bæ geti grætt meiri pening“. Þannig kemst hún að orði. Hinn möguleikinn sé sá, segir hún, að ég sé að gera því skóna að þingmenn stjórnist gagnrýnislaust af hugmyndafræði. Skilja má á skrifum Sifjar Sigmarsdóttur að mér sé minna gefið um að fjalla um sjálft áfengisfrumvarpið, en þeim mun meira leggi ég upp úr að gera mönnnum upp annarlegar hvatir fyrir stuðningi við það: Grein mín segi lítið „um áfengisfrumvarpið en allt um ástæður þess hvers vegna fólk þolir ekki stjórnmálamenn“. Og niðurstaða Sifjar er í spurnarformi: „Af grein Ögmundar leiðir: Annaðhvort eru stjórnmálamenn upp til hópa spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórnmálamenn, eins og Ögmundur, láta sig sannleikann engu varða svo lengi sem ýkjurnar þjóna málstaðnum. Hvorugur veruleikinn varpar sérlega jákvæðu ljósi á hina íslensku stjórnmálastétt. Er furða að hún sé óvinsæl?“ Nú er það svo að á Alþingi erum við kosin vegna þess að við viljum vinna ákveðnum málstað gagn og þess vegna ganga erinda hans. Ég hef aldrei farið dult með að ég hef viljað láta kjósa mig á þeirri forsendu að ég muni reyna að standa vörð um hagsmuni almenns launafólks, velferðarþjónustunnar, gegn einkahagsmunum sem ásælast hana í fjárgróðaskyni, með náttúrunni, gegn stóriðju, gegn hernaðarhagsmunum stórvelda, með útgöngu Íslands úr NATO, gegn alþjóðasamningum á forsendum auðvaldshagsmuna, svo sem TiSA-samningnum, með lýðheilsusjónarmiðum og gegn því að ÁTVR verði lagt niður! Allt hefur þetta verið skýrt í mínum málflutningi og með sanni má færa fyrir því rök að ég „gangi erinda“ framangreindra hagsmuna. Ekki myndi ég gera athugasemd við það.Að þjóna hagsmunum Alls ekki vil ég þó snúa út úr orðum Sifjar Sigmarsdóttur og hún hefur það til sín máls þegar hún gagnrýnir skrif mín að hugtakið að „ganga erinda“ hefur neikvæðari merkingu í málvitund okkar flestra en mætti skilja af framangreindum orðum mínum. Það skal tekið fram að sú var ekki hugsun mín að ætla neinum að ganga erinda annarra sem mútuþegi heldur hitt að benda á að gjörðir viðkomandi þjóni tilteknum hagsmunum. Ekki efa ég að það sé gert í þeirri trú að slíkt horfi til framfara. Það er rangt að ég hafi í umræddri grein verið meira upptekinn af því að gera mönnum upp skoðanir en að ræða efnisinnihald frumvarpsins eins og Sif Sigmarsdóttir fullyrðir. Árum saman hef ég skrifað um þessi mál í blöð og komið fram í fjölmiðlum þar sem ég hef reynt að færa málefnaleg rök fyrir afstöðu minni sem aftur eru grunduð á rannsóknum og athugunum þeirra sem best þekkja til þessara mála.Málefnaleg rök Í Fréttablaðsgreininni sem verður Sif Sigmarsdóttur tilefni til fordæmingarskrifa sinna tek ég saman niðurstöður í fáum setningum: „Ljóst er að breytt sölufyrirkomulag myndi leiða til kostnaðarsamari dreifingar og þar með hærra vöruverðs og skal því hér haldið til haga að álagning ÁTVR er lág en ekki há. Hátt verð á áfengi er hins vegar vegna skattaálaga ríkisins, óháð söluaðila. Við afnám ÁTVR myndi og draga úr vöruúrvali, einkum í smáum verslunum á landsbyggðinni, en ÁTVR tryggir að lágmarki 150 til 190 tegundir á jafnvel smæstu sölustöðum. Það er von að menn beini spurningum til flutningsmanna áfengisfrumvarpsins á þingi og vilji vita í þágu hverra þeir starfi þar sem þeir leggja til breytingar á kostnað heilbrigðissjónarmiða; breytingar sem hefðu í för með sér tap fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur þessa lands, minna úrval og hærra verð! Og síðast en alls ekki síst, hvernig er hægt að réttlæta það að hunsa ráðleggingar og ákall nánast allra forvarnar- og ungmennasamtaka, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins að ógleymdri ríkisstjórn Íslands sem samþykkt hefur forvarnarstefnu sem hafnar markmiðum frumvarpsins?!“ Um alla þessa þætti hef ég fjallað ítarlega og málefnalega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Pistlahöfundur Fréttablaðsins, Sif Sigmarsdóttir rithöfundur, skrifar mikinn vandlætingarpistil um framgöngu mína í deilum um áfengisfrumvarpið á þingi, síðastliðinn föstudag. Sif leggur út af grein sem ég skrifaði nýlega í Fréttablaðið þar sem ég sagði að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi fyrir stóru verslanakeðjurnar að fá áfengi í búðarhillur sínar og væri nöturlegt til þess að hugsa að hópur alþingismanna væri „reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna“.Hugmyndafræði og hagsmunir Rithöfundurinn segir að ég láti ekki sitja við það eitt að fara ásakandi orðum um það sem hún kallar „frelsis-elskandi þingmenn“ heldur sé ég að væna þá um „að leggja fram frumvörp svo einhver fyrirtæki úti í bæ geti grætt meiri pening“. Þannig kemst hún að orði. Hinn möguleikinn sé sá, segir hún, að ég sé að gera því skóna að þingmenn stjórnist gagnrýnislaust af hugmyndafræði. Skilja má á skrifum Sifjar Sigmarsdóttur að mér sé minna gefið um að fjalla um sjálft áfengisfrumvarpið, en þeim mun meira leggi ég upp úr að gera mönnnum upp annarlegar hvatir fyrir stuðningi við það: Grein mín segi lítið „um áfengisfrumvarpið en allt um ástæður þess hvers vegna fólk þolir ekki stjórnmálamenn“. Og niðurstaða Sifjar er í spurnarformi: „Af grein Ögmundar leiðir: Annaðhvort eru stjórnmálamenn upp til hópa spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórnmálamenn, eins og Ögmundur, láta sig sannleikann engu varða svo lengi sem ýkjurnar þjóna málstaðnum. Hvorugur veruleikinn varpar sérlega jákvæðu ljósi á hina íslensku stjórnmálastétt. Er furða að hún sé óvinsæl?“ Nú er það svo að á Alþingi erum við kosin vegna þess að við viljum vinna ákveðnum málstað gagn og þess vegna ganga erinda hans. Ég hef aldrei farið dult með að ég hef viljað láta kjósa mig á þeirri forsendu að ég muni reyna að standa vörð um hagsmuni almenns launafólks, velferðarþjónustunnar, gegn einkahagsmunum sem ásælast hana í fjárgróðaskyni, með náttúrunni, gegn stóriðju, gegn hernaðarhagsmunum stórvelda, með útgöngu Íslands úr NATO, gegn alþjóðasamningum á forsendum auðvaldshagsmuna, svo sem TiSA-samningnum, með lýðheilsusjónarmiðum og gegn því að ÁTVR verði lagt niður! Allt hefur þetta verið skýrt í mínum málflutningi og með sanni má færa fyrir því rök að ég „gangi erinda“ framangreindra hagsmuna. Ekki myndi ég gera athugasemd við það.Að þjóna hagsmunum Alls ekki vil ég þó snúa út úr orðum Sifjar Sigmarsdóttur og hún hefur það til sín máls þegar hún gagnrýnir skrif mín að hugtakið að „ganga erinda“ hefur neikvæðari merkingu í málvitund okkar flestra en mætti skilja af framangreindum orðum mínum. Það skal tekið fram að sú var ekki hugsun mín að ætla neinum að ganga erinda annarra sem mútuþegi heldur hitt að benda á að gjörðir viðkomandi þjóni tilteknum hagsmunum. Ekki efa ég að það sé gert í þeirri trú að slíkt horfi til framfara. Það er rangt að ég hafi í umræddri grein verið meira upptekinn af því að gera mönnum upp skoðanir en að ræða efnisinnihald frumvarpsins eins og Sif Sigmarsdóttir fullyrðir. Árum saman hef ég skrifað um þessi mál í blöð og komið fram í fjölmiðlum þar sem ég hef reynt að færa málefnaleg rök fyrir afstöðu minni sem aftur eru grunduð á rannsóknum og athugunum þeirra sem best þekkja til þessara mála.Málefnaleg rök Í Fréttablaðsgreininni sem verður Sif Sigmarsdóttur tilefni til fordæmingarskrifa sinna tek ég saman niðurstöður í fáum setningum: „Ljóst er að breytt sölufyrirkomulag myndi leiða til kostnaðarsamari dreifingar og þar með hærra vöruverðs og skal því hér haldið til haga að álagning ÁTVR er lág en ekki há. Hátt verð á áfengi er hins vegar vegna skattaálaga ríkisins, óháð söluaðila. Við afnám ÁTVR myndi og draga úr vöruúrvali, einkum í smáum verslunum á landsbyggðinni, en ÁTVR tryggir að lágmarki 150 til 190 tegundir á jafnvel smæstu sölustöðum. Það er von að menn beini spurningum til flutningsmanna áfengisfrumvarpsins á þingi og vilji vita í þágu hverra þeir starfi þar sem þeir leggja til breytingar á kostnað heilbrigðissjónarmiða; breytingar sem hefðu í för með sér tap fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur þessa lands, minna úrval og hærra verð! Og síðast en alls ekki síst, hvernig er hægt að réttlæta það að hunsa ráðleggingar og ákall nánast allra forvarnar- og ungmennasamtaka, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins að ógleymdri ríkisstjórn Íslands sem samþykkt hefur forvarnarstefnu sem hafnar markmiðum frumvarpsins?!“ Um alla þessa þætti hef ég fjallað ítarlega og málefnalega.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar