Hagsmunabarátta á Alþingi Ögmundur Jónasson skrifar 17. mars 2015 00:00 Pistlahöfundur Fréttablaðsins, Sif Sigmarsdóttir rithöfundur, skrifar mikinn vandlætingarpistil um framgöngu mína í deilum um áfengisfrumvarpið á þingi, síðastliðinn föstudag. Sif leggur út af grein sem ég skrifaði nýlega í Fréttablaðið þar sem ég sagði að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi fyrir stóru verslanakeðjurnar að fá áfengi í búðarhillur sínar og væri nöturlegt til þess að hugsa að hópur alþingismanna væri „reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna“.Hugmyndafræði og hagsmunir Rithöfundurinn segir að ég láti ekki sitja við það eitt að fara ásakandi orðum um það sem hún kallar „frelsis-elskandi þingmenn“ heldur sé ég að væna þá um „að leggja fram frumvörp svo einhver fyrirtæki úti í bæ geti grætt meiri pening“. Þannig kemst hún að orði. Hinn möguleikinn sé sá, segir hún, að ég sé að gera því skóna að þingmenn stjórnist gagnrýnislaust af hugmyndafræði. Skilja má á skrifum Sifjar Sigmarsdóttur að mér sé minna gefið um að fjalla um sjálft áfengisfrumvarpið, en þeim mun meira leggi ég upp úr að gera mönnnum upp annarlegar hvatir fyrir stuðningi við það: Grein mín segi lítið „um áfengisfrumvarpið en allt um ástæður þess hvers vegna fólk þolir ekki stjórnmálamenn“. Og niðurstaða Sifjar er í spurnarformi: „Af grein Ögmundar leiðir: Annaðhvort eru stjórnmálamenn upp til hópa spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórnmálamenn, eins og Ögmundur, láta sig sannleikann engu varða svo lengi sem ýkjurnar þjóna málstaðnum. Hvorugur veruleikinn varpar sérlega jákvæðu ljósi á hina íslensku stjórnmálastétt. Er furða að hún sé óvinsæl?“ Nú er það svo að á Alþingi erum við kosin vegna þess að við viljum vinna ákveðnum málstað gagn og þess vegna ganga erinda hans. Ég hef aldrei farið dult með að ég hef viljað láta kjósa mig á þeirri forsendu að ég muni reyna að standa vörð um hagsmuni almenns launafólks, velferðarþjónustunnar, gegn einkahagsmunum sem ásælast hana í fjárgróðaskyni, með náttúrunni, gegn stóriðju, gegn hernaðarhagsmunum stórvelda, með útgöngu Íslands úr NATO, gegn alþjóðasamningum á forsendum auðvaldshagsmuna, svo sem TiSA-samningnum, með lýðheilsusjónarmiðum og gegn því að ÁTVR verði lagt niður! Allt hefur þetta verið skýrt í mínum málflutningi og með sanni má færa fyrir því rök að ég „gangi erinda“ framangreindra hagsmuna. Ekki myndi ég gera athugasemd við það.Að þjóna hagsmunum Alls ekki vil ég þó snúa út úr orðum Sifjar Sigmarsdóttur og hún hefur það til sín máls þegar hún gagnrýnir skrif mín að hugtakið að „ganga erinda“ hefur neikvæðari merkingu í málvitund okkar flestra en mætti skilja af framangreindum orðum mínum. Það skal tekið fram að sú var ekki hugsun mín að ætla neinum að ganga erinda annarra sem mútuþegi heldur hitt að benda á að gjörðir viðkomandi þjóni tilteknum hagsmunum. Ekki efa ég að það sé gert í þeirri trú að slíkt horfi til framfara. Það er rangt að ég hafi í umræddri grein verið meira upptekinn af því að gera mönnum upp skoðanir en að ræða efnisinnihald frumvarpsins eins og Sif Sigmarsdóttir fullyrðir. Árum saman hef ég skrifað um þessi mál í blöð og komið fram í fjölmiðlum þar sem ég hef reynt að færa málefnaleg rök fyrir afstöðu minni sem aftur eru grunduð á rannsóknum og athugunum þeirra sem best þekkja til þessara mála.Málefnaleg rök Í Fréttablaðsgreininni sem verður Sif Sigmarsdóttur tilefni til fordæmingarskrifa sinna tek ég saman niðurstöður í fáum setningum: „Ljóst er að breytt sölufyrirkomulag myndi leiða til kostnaðarsamari dreifingar og þar með hærra vöruverðs og skal því hér haldið til haga að álagning ÁTVR er lág en ekki há. Hátt verð á áfengi er hins vegar vegna skattaálaga ríkisins, óháð söluaðila. Við afnám ÁTVR myndi og draga úr vöruúrvali, einkum í smáum verslunum á landsbyggðinni, en ÁTVR tryggir að lágmarki 150 til 190 tegundir á jafnvel smæstu sölustöðum. Það er von að menn beini spurningum til flutningsmanna áfengisfrumvarpsins á þingi og vilji vita í þágu hverra þeir starfi þar sem þeir leggja til breytingar á kostnað heilbrigðissjónarmiða; breytingar sem hefðu í för með sér tap fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur þessa lands, minna úrval og hærra verð! Og síðast en alls ekki síst, hvernig er hægt að réttlæta það að hunsa ráðleggingar og ákall nánast allra forvarnar- og ungmennasamtaka, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins að ógleymdri ríkisstjórn Íslands sem samþykkt hefur forvarnarstefnu sem hafnar markmiðum frumvarpsins?!“ Um alla þessa þætti hef ég fjallað ítarlega og málefnalega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Pistlahöfundur Fréttablaðsins, Sif Sigmarsdóttir rithöfundur, skrifar mikinn vandlætingarpistil um framgöngu mína í deilum um áfengisfrumvarpið á þingi, síðastliðinn föstudag. Sif leggur út af grein sem ég skrifaði nýlega í Fréttablaðið þar sem ég sagði að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi fyrir stóru verslanakeðjurnar að fá áfengi í búðarhillur sínar og væri nöturlegt til þess að hugsa að hópur alþingismanna væri „reiðubúinn að ganga erinda þessara hagsmuna“.Hugmyndafræði og hagsmunir Rithöfundurinn segir að ég láti ekki sitja við það eitt að fara ásakandi orðum um það sem hún kallar „frelsis-elskandi þingmenn“ heldur sé ég að væna þá um „að leggja fram frumvörp svo einhver fyrirtæki úti í bæ geti grætt meiri pening“. Þannig kemst hún að orði. Hinn möguleikinn sé sá, segir hún, að ég sé að gera því skóna að þingmenn stjórnist gagnrýnislaust af hugmyndafræði. Skilja má á skrifum Sifjar Sigmarsdóttur að mér sé minna gefið um að fjalla um sjálft áfengisfrumvarpið, en þeim mun meira leggi ég upp úr að gera mönnnum upp annarlegar hvatir fyrir stuðningi við það: Grein mín segi lítið „um áfengisfrumvarpið en allt um ástæður þess hvers vegna fólk þolir ekki stjórnmálamenn“. Og niðurstaða Sifjar er í spurnarformi: „Af grein Ögmundar leiðir: Annaðhvort eru stjórnmálamenn upp til hópa spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórnmálamenn, eins og Ögmundur, láta sig sannleikann engu varða svo lengi sem ýkjurnar þjóna málstaðnum. Hvorugur veruleikinn varpar sérlega jákvæðu ljósi á hina íslensku stjórnmálastétt. Er furða að hún sé óvinsæl?“ Nú er það svo að á Alþingi erum við kosin vegna þess að við viljum vinna ákveðnum málstað gagn og þess vegna ganga erinda hans. Ég hef aldrei farið dult með að ég hef viljað láta kjósa mig á þeirri forsendu að ég muni reyna að standa vörð um hagsmuni almenns launafólks, velferðarþjónustunnar, gegn einkahagsmunum sem ásælast hana í fjárgróðaskyni, með náttúrunni, gegn stóriðju, gegn hernaðarhagsmunum stórvelda, með útgöngu Íslands úr NATO, gegn alþjóðasamningum á forsendum auðvaldshagsmuna, svo sem TiSA-samningnum, með lýðheilsusjónarmiðum og gegn því að ÁTVR verði lagt niður! Allt hefur þetta verið skýrt í mínum málflutningi og með sanni má færa fyrir því rök að ég „gangi erinda“ framangreindra hagsmuna. Ekki myndi ég gera athugasemd við það.Að þjóna hagsmunum Alls ekki vil ég þó snúa út úr orðum Sifjar Sigmarsdóttur og hún hefur það til sín máls þegar hún gagnrýnir skrif mín að hugtakið að „ganga erinda“ hefur neikvæðari merkingu í málvitund okkar flestra en mætti skilja af framangreindum orðum mínum. Það skal tekið fram að sú var ekki hugsun mín að ætla neinum að ganga erinda annarra sem mútuþegi heldur hitt að benda á að gjörðir viðkomandi þjóni tilteknum hagsmunum. Ekki efa ég að það sé gert í þeirri trú að slíkt horfi til framfara. Það er rangt að ég hafi í umræddri grein verið meira upptekinn af því að gera mönnum upp skoðanir en að ræða efnisinnihald frumvarpsins eins og Sif Sigmarsdóttir fullyrðir. Árum saman hef ég skrifað um þessi mál í blöð og komið fram í fjölmiðlum þar sem ég hef reynt að færa málefnaleg rök fyrir afstöðu minni sem aftur eru grunduð á rannsóknum og athugunum þeirra sem best þekkja til þessara mála.Málefnaleg rök Í Fréttablaðsgreininni sem verður Sif Sigmarsdóttur tilefni til fordæmingarskrifa sinna tek ég saman niðurstöður í fáum setningum: „Ljóst er að breytt sölufyrirkomulag myndi leiða til kostnaðarsamari dreifingar og þar með hærra vöruverðs og skal því hér haldið til haga að álagning ÁTVR er lág en ekki há. Hátt verð á áfengi er hins vegar vegna skattaálaga ríkisins, óháð söluaðila. Við afnám ÁTVR myndi og draga úr vöruúrvali, einkum í smáum verslunum á landsbyggðinni, en ÁTVR tryggir að lágmarki 150 til 190 tegundir á jafnvel smæstu sölustöðum. Það er von að menn beini spurningum til flutningsmanna áfengisfrumvarpsins á þingi og vilji vita í þágu hverra þeir starfi þar sem þeir leggja til breytingar á kostnað heilbrigðissjónarmiða; breytingar sem hefðu í för með sér tap fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur þessa lands, minna úrval og hærra verð! Og síðast en alls ekki síst, hvernig er hægt að réttlæta það að hunsa ráðleggingar og ákall nánast allra forvarnar- og ungmennasamtaka, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins að ógleymdri ríkisstjórn Íslands sem samþykkt hefur forvarnarstefnu sem hafnar markmiðum frumvarpsins?!“ Um alla þessa þætti hef ég fjallað ítarlega og málefnalega.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun