Lýsing á leik Einar Hugi Bjarnason skrifar 12. mars 2015 07:00 Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Fréttablaðið þann 4. apríl 2014 lýsti ég þeirri skoðun minni að útreikningsaðferðin sem Lýsing beitir við uppgjör ólögmætra gengislána félagsins væri röng og í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í greininni benti ég á að þessi afstaða Lýsingar leiddi til tjóns fyrir viðsemjendur félagsins þannig að þeir væru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Upplýsingafulltrúi Lýsingar tók til varna fyrir hönd vinnuveitanda síns og ritaði svargrein í blaðið þann 15. apríl 2014. Í grein hans er fullyrt að undirritaður hafi farið með staðlausa stafi og að endurútreikningur Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar. Þessu var haldið fram þrátt fyrir að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi og eftirlitsaðilar væru sammála um þá aðferð sem bæri að leggja til grundvallar.Íslandsmet í málsóknum? Í ljós hefur komið að allt það sem fram kom í áðurnefndri blaðagrein minni hefur raungerst. Þannig hafa hundruð einstaklinga og fyrirtækja stefnt Lýsingu til endurheimtu ofgreiðslna af ólögmætum gengistryggðum lánssamningum og bíða þessi mál nú úrlausnar hjá héraðsdómi. Þá hefur því verið endanlega slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar að Lýsingu ber við endurútreikning ólögmætra gengislána fyrirtækisins að beita þeirri útreikningsaðferð sem ég benti á í grein minni og birtist fyrst í dómi Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (svonefnt Borgarbyggðarmál). Þessi skilningur var staðfestur, þannig að ekki verður um villst, í dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014, þar sem útreikningsaðferð Lýsingar var hafnað og niðurstaðan sú að eignaleigufyrirtækið var dæmt til að greiða stóru verktakafyrirtæki rúmar 65 m.kr. auk dráttarvaxta vegna ofgreiðslna af 32 gengistryggðum kaupleigusamningum. Í ljósi niðurstöðu þessa dóms áttu margir von á því að Lýsing hæfist handa við að leiðrétta fyrri endurútreikninga sína og þeir bjartsýnustu gerðu jafnvel ráð fyrir að fram kæmi afsökunarbeiðni frá félaginu. Hvorugt gerðist heldur þráaðist fyrirtækið enn við og bar því við, án frekari rökstuðnings, að skýra þyrfti ýmsa hluti varðandi uppgjör gengislána félagsins.Dómarnir frá því á fimmtudag Síðastliðinn fimmtudag féllu tveir dómar í Hæstarétti í málum nr. 625 og 626/2014 þar sem ágreiningsefnið var uppgjör tveggja bílasamninga. Lýsing tapaði báðum málunum og var dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þessir dómar staðfesta enn á ný að við endurútreikning lánanna bar Lýsingu að beita uppgjörsaðferðinni í Borgarbyggðarmálinu.Viðbrögð Lýsingar Dómarnir frá síðastliðnum fimmtudegi hafa víðtækt fordæmisgildi og er dagljóst að í þeim felst að Lýsing þarf að birta viðsemjendum sínum nýja endurútreikninga þar sem hinir fyrri eru leiðréttir. Félaginu er hins vegar engin vorkunn enda hefur legið fyrir frá því í október 2012, þegar dómur í Borgarbyggðarmálinu var kveðinn upp, að aðferðin sem Lýsing beitti var röng. Lýsing birti í vikunni fremur óljósa tilkynningu í tilefni af nefndum dómum Hæstaréttar þar sem m.a. kemur fram að dómarnir skýri réttarstöðuna og að Lýsing telji að að svo komnu máli megi sætta ýmis ágreiningsmál. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi þó að gagnrýnisvert sé að hver og einn lántaki þurfi að sækja sérstaklega um leiðréttingu fyrri endurútreikninga öfugt við þá framkvæmd sem viðgengist hefur hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Að mínu mati væri mun eðlilegra og samrýmdist fremur góðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækis að Lýsing hlutaðist til um leiðréttingar fyrri endurútreikninga að eigin frumkvæði. Tíminn mun leiða í ljós raunverulegt innihald tilkynningar Lýsingar og hvort félagið muni í raun leiðrétta meginþorra ólögmætra gengislána félagsins. Ef það verður ekki gert má leiða að því sterkar líkur að enn fleiri viðsemjendur félagsins muni sjá sig knúna til að höfða mál á hendur félaginu. Lýsing yrði þá ekki aðeins handhafi Íslandsmets í málsóknum á hendur fjármálafyrirtæki heldur yrði að líkindum einnig Norðurlandameistari. Lýsing á leik núna!
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar