Fögnum og grátum með náunga okkar Toshiki Toma skrifar 11. mars 2015 07:00 Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Toshiki Toma Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun