Aron um Ólaf Stefáns: Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2015 06:30 Aron segir Ólaf vera kláran í slaginn. Vísir/Daníel „Hann hefur litið vel út á æfingum og hefur ekki glatað neinu af leikskilningi sínum,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Danmerkurmeistara Kolding, en félagið tilkynnti í gær að Ólafur Stefánsson muni spila með því gegn Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Zagreb um næstu helgi og síðari leikurinn er í Kaupmannahöfn viku síðar. Ólafur byrjaði að æfa með félaginu í síðustu viku og gengi það vel myndi hann spila. Það er nú ljóst að hann mun gera það enda hefur hann litið vel út á æfingum. „Hreyfingarnar eru að koma og hann var fljótur að komast inn í spilið hjá okkur. Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang. Það er ekkert rosalega mikið dýnamít í öxlinni á honum núna en við erum að ná því upp. Svo þegar hann kemur í leik þá lætur hann frekar vaða. Annars er Óli í flottu formi og þetta lítur vel út. Hann hefur haft mjög gaman af þessu og er eins og barn að leika sér.“ Aron segir að ekki komi til greina að Ólafur beri leik liðsins uppi heldur mun hann leysa Svíann Kim Andersson af hólmi en hann er að spila þó svo hann sé ekki alveg heill heilsu. „Það væri frábært ef hann gæti tekið tíu mínútur við og við. Hann er reynslumikill og getur komið inn með mörk og sendingar. Auðvitað ró og reynslu líka á erfiðum útivelli,“ segir Aron en hann gæti líka spilað með Ólaf og Andersson saman. „Kim hefur spilað á miðjunni stundum í vetur og það gæti vel farið svo að ég prófi það og þá með Óla í skyttunni. Við þurfum að vera á lífi eftir leikinn í Zagreb og ég er bjartsýnn á að það takist enda erum við með reynslumikið lið.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Hann hefur litið vel út á æfingum og hefur ekki glatað neinu af leikskilningi sínum,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Danmerkurmeistara Kolding, en félagið tilkynnti í gær að Ólafur Stefánsson muni spila með því gegn Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Zagreb um næstu helgi og síðari leikurinn er í Kaupmannahöfn viku síðar. Ólafur byrjaði að æfa með félaginu í síðustu viku og gengi það vel myndi hann spila. Það er nú ljóst að hann mun gera það enda hefur hann litið vel út á æfingum. „Hreyfingarnar eru að koma og hann var fljótur að komast inn í spilið hjá okkur. Nú erum við að koma öxlinni á honum í gang. Það er ekkert rosalega mikið dýnamít í öxlinni á honum núna en við erum að ná því upp. Svo þegar hann kemur í leik þá lætur hann frekar vaða. Annars er Óli í flottu formi og þetta lítur vel út. Hann hefur haft mjög gaman af þessu og er eins og barn að leika sér.“ Aron segir að ekki komi til greina að Ólafur beri leik liðsins uppi heldur mun hann leysa Svíann Kim Andersson af hólmi en hann er að spila þó svo hann sé ekki alveg heill heilsu. „Það væri frábært ef hann gæti tekið tíu mínútur við og við. Hann er reynslumikill og getur komið inn með mörk og sendingar. Auðvitað ró og reynslu líka á erfiðum útivelli,“ segir Aron en hann gæti líka spilað með Ólaf og Andersson saman. „Kim hefur spilað á miðjunni stundum í vetur og það gæti vel farið svo að ég prófi það og þá með Óla í skyttunni. Við þurfum að vera á lífi eftir leikinn í Zagreb og ég er bjartsýnn á að það takist enda erum við með reynslumikið lið.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira