Opið bréf til þingmanna Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun