Maður getur ekki verið allra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2015 06:00 Geir fékk fína kosningu og mun halda áfram að vinna að sömu málum fyrir KSÍ og undanfarin ár. fréttablaðið/anton Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira