Raforka á „tombóluverði“? Pétur Blöndal skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Það má segja að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru þegar Landsvirkjun var stofnuð um Búrfellsvirkjun í tengslum við álverið í Straumsvík á sjöunda áratugnum. Síðan hefur orðið mikil framþróun, klasar hafa byggst upp í orkuiðnaði, svo sem jarðvarmaklasi og álklasi, og þekkingin er orðin útflutningsvara. En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni? Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkjunar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikningum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjunar hefðu staðist. Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Það sem hangir á spýtunni þegar talað er um „tombóluverð“ virðist vera lagning sæstrengs til Bretlands og sala rafmagns um hann fyrir ríkisstyrkt ofurverð. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um mögulega arðsemi af því verkefni, því lítið liggur óyggjandi fyrir um helstu forsendur, tæknilegar, viðskiptalegar og þjóðhagslegar. Ef allt gengi eftir í þeim efnum gæti það mögulega falið í sér góða viðbót við orkusölu til stóriðju. En það væri að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir fyrri stefnu, sem hefur fært Íslendingum gríðarlegan ávinning og mun halda áfram að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Orkumál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Það má segja að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru þegar Landsvirkjun var stofnuð um Búrfellsvirkjun í tengslum við álverið í Straumsvík á sjöunda áratugnum. Síðan hefur orðið mikil framþróun, klasar hafa byggst upp í orkuiðnaði, svo sem jarðvarmaklasi og álklasi, og þekkingin er orðin útflutningsvara. En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni? Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkjunar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikningum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjunar hefðu staðist. Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Það sem hangir á spýtunni þegar talað er um „tombóluverð“ virðist vera lagning sæstrengs til Bretlands og sala rafmagns um hann fyrir ríkisstyrkt ofurverð. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um mögulega arðsemi af því verkefni, því lítið liggur óyggjandi fyrir um helstu forsendur, tæknilegar, viðskiptalegar og þjóðhagslegar. Ef allt gengi eftir í þeim efnum gæti það mögulega falið í sér góða viðbót við orkusölu til stóriðju. En það væri að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir fyrri stefnu, sem hefur fært Íslendingum gríðarlegan ávinning og mun halda áfram að gera það.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun