Ísland og þróunarmarkmið SÞ Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 10:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar