Skammhlaup í Orkustofnun, II Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. janúar 2015 07:00 Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun