Skammhlaup í Orkustofnun, II Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. janúar 2015 07:00 Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun