Blessun fylgir bandi hverju Jakob Frímann Magnússon skrifar 19. janúar 2015 09:15 Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun