Fréttaljósmyndir ársins 2015 sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2015 16:45 Augnablikið fangað. Ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis eru sjaldan langt undan þegar fréttaviðburðir eiga sér stað. Oft ná þeir að fanga augnablikið betur en orð fréttaskrifara fá lýst og er það ástæða þess að þeir eru alltaf á ferð og flugi, alla daga ársins. Hér má sjá brot af þeim myndum sem ljósmyndararnir tóku á árinu sem senn er á enda. Deildarmyrkvinn var sá mesti frá árinu 2015.vísir/vilhelm Sólmyrkvagleraugun umtöluðuGleðin skein svo sannarlega úr augum barnanna, sem fengu frá sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, til þess að berja þennan stórmerka atburð augum. Þrátt fyrir að gleraugun hafi verið ætluð börnunum, þá var þeim gert að skila þeim að notkun lokinni, þar sem reglur Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á um að ekki megi afhenda börnum gjafir á skólatíma. Þrátt fyrir að hinir eldri hafi orðið nokkuð ósáttir við þessar reglur, létu börnin það lítið á sig fá. Deildarmyrkvinn var sá dimmasti á Íslandi frá árinu 1954. Telati-fjölskyldan fékk ekki hæli hér á landi. Telati-fjölskyldan Þessi mynd birtist af Telati-fjölskyldunni, hælisleitendum frá Albaníu, í Fréttablaðinu eftir að hún fékk synjun um hæli hér á landi. Fjölskyldan komst í fréttirnar því börnin þrjú fengu ekki skólavist hér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá lögmanni þeirra. Daginn sem fréttin birtist höfðu skólastjórnendur samband við fjölskylduna og börnin fengu öll inni í skóla. Ótrúleg samstaða ríkti á Íslandi og rituðu um átta þúsund manns nafn sitt á undirskriftalista og kröfðust þess að þau fengju hæli á Íslandi. Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson prýddu forsíðu fréttablaðsins í tilefni Hinsegin daga. Hinsegin dögum fagnað Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson prýddu forsíðu Fréttablaðsins, þar sem þeir sátu saman á regnbogalitum á Skólavörðustíg. Myndin var tekin í tilefni Hinsegin daga, sem náðu hámarki með Gleðigöngunni 8.ágúst, daginn sem myndin birtist. Myndin fékk mikla athygli á samfélagsmiðlum og vakti boðskapurinn mikla lukku, en yfirskrift myndarinnar var „Ástin er alls konar“. Almari hefur eflaust létt þegar hann fékk loks að stíga út úr glerkassanum sem hann hafði dvalið í í eina viku.Kallinn í kassanumEflaust muna flestir eftir Almari Atlasyni, sem nú er kenndur við kassa. Hann dvaldi í glerkassa í heila viku og fylgdist þjóðin spennt með lífi hans í gegnum netið.Free the nipple herferðin.vísir/vilhelmByltingarárið 2015Free the nipple, eða frelsum geirvörtuna, var herferð sem var afar fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. Með frelsun geirvörtunnar vöktu konur athygli á því misrétti sem þær verða. Þær fyrir afklámvæddu þannig brjóst og gengisfelldu hefndarklám, líkt og þær orðuðu það.Þúsundir lögðu niður störf í ár.vísir/pjeturPassað upp á að reglum sé fylgtVerkföll mörkuðu svo sannarlega árið 2015. Þúsundir lögðu niður störf og gætti áhrifa verkfallanna víða. Verkfallsverðir voru fengnir til að gæta þess að öllum reglum yrði fylgt.Malín Brand að lokinni yfirheyrslu.vísir/vilhelmFjárkúgunarsysturSysturnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru handteknar í júní fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Hér sést Malín er hún gekk út af lögreglustöðinni, nýkomin úr yfirheyrslu. Málið vakti gríðarlega athygli en systurnar játuðu báðar aðild að því við yfirheyrslu hjá lögreglu. Rannsókn málsins lauk í nóvember og var það þá sent til ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákært verði eða ekki. Annar maður kærði svo systurnar fyrir fjárkúgun í kjölfar þess að fjárkúgun þeirra á hendur Sigmundi Davíð komst í hámæli. Maðurinn hafði greitt systrunum 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín.Ásta Kristín Andrésdóttir sýknuð af ákæru um manndráp.vísir/stefánSýknuð af fordæmalausri ákæruÞað voru fagnaðarfundir þegar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðing, og Landspítalann, af ákæru um manndráp af gáleysi vegna andláts sjúklings. Málið er fordæmalaust og í fyrsta skipti sem spítalinn eða starfsmaður hans eru ákærðir. Hjúkrunarfræðingar studdu þétt við bakið á Ástu, og fjölmenntu í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp. Fleiri myndir eru að finna í albúminu hér fyrir neðan.Umsátursástand ríkti í hátt í sex klukkustundir í Hlíðarhjalla í Kópavogi þegar grunur lék á að maður vopnaður byssu væri inni í blokkinni. Íbúum var gert að fara út af heimilum sínum og var gríðarlegur viðbúnaður umhverfis húsið. Betur fór þó en á horfðist því enginn reyndist inni í íbúðinni.vísir/vilhelmvísir/vilhelmvísir/vilhelmVísir/pjeturEinn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð fórst í Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst. Viðamikil leit stóð yfir að vélinni í nokkrar klukkustundir og tóku yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn þátt í leitinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sá sem lést hét Arthur Grant Wagstaff og var kanadískur ríkisborgari. Sá sem komst lífs af heitir Arngrímur Jóhannsson og er þaulreyndur flugmaður.vísir/völundur jónssonTveir drengir voru hætt komnir þegar þeir festust í affallinu í Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í apríl. Annar drengurinn hafði farið í lækinn á eftir bolta sem þar datt út í og bróðir hans fór á eftir honum.vísir/ernirÞrátt fyrir að múgur og margmenni væri á Þingvöllum sá þessi ferðamaður ekki aðra lausn en að létta á sér við bílastæðið neðan við Almannagjá. Á Hakinu til hægri á myndinni virtu aðrir fyrir sér útsýnið.vísir/pjeturvísir/pjeturvísir/vilhelmNígerískur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna gruns um að hafa smitað stúlkur af HIV-veirunni. Hann hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að hann væri smitaður.vísir/pjeturBaltasar Kormákur vakti mikla athygli á árinu.vísir/valliHalldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, borinn til grafar.vísir/gvaDavid Cameron kom til Íslands í október til að sitja málþingið Northern Future Forum. Eitthvað virðist hann þó seinn á ferðinni, því á þessari mynd er einungis Sigmund Davíð Gunnlaugsson að finna.vísir/stefánvísir/gvavísir/gvaÞingmenn komu saman í tilefni jóla og gerðu sér glaðan dag. Erfiðu málin og leiðindin lögð á hilluna um stund.vísir/anton brinkBjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í október. Ólöf Nordal var kjörin varaformaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari.vísir/valliBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi hvítflibbaglæpamenn á Kvíabryggju í Fréttablaðinu. Hún átti nýverið tvíburavísir/stefánvísir/pjeturvísir/stefánÍslenska karlalandsliðið stóð sig heldur betur vel í ár, við mikinn fögnuð þjóðarinnar.vísir/vilhelmÞær voru nokkrar lægðirnar sem gengu yfir landið í ár.vísir/vilhelmLögreglumenn gengu fylktu liði að stjórnarráðinu og kröfðust betri kjarasamninga. Erfiðlega gekk að ná samningum og kom í kjölfarið upp óvenjuleg staða hjá lögreglunni, þegar flestir lögreglumenn boðuðu forföll.vísir/pjeturStærsta Skaftárhlaup sögunnar.vísir/vilhelmSanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn.vísir/pjeturReynt að ná Perlu á flot.vísir/gva Fréttir ársins 2015 Hinsegin Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis eru sjaldan langt undan þegar fréttaviðburðir eiga sér stað. Oft ná þeir að fanga augnablikið betur en orð fréttaskrifara fá lýst og er það ástæða þess að þeir eru alltaf á ferð og flugi, alla daga ársins. Hér má sjá brot af þeim myndum sem ljósmyndararnir tóku á árinu sem senn er á enda. Deildarmyrkvinn var sá mesti frá árinu 2015.vísir/vilhelm Sólmyrkvagleraugun umtöluðuGleðin skein svo sannarlega úr augum barnanna, sem fengu frá sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, til þess að berja þennan stórmerka atburð augum. Þrátt fyrir að gleraugun hafi verið ætluð börnunum, þá var þeim gert að skila þeim að notkun lokinni, þar sem reglur Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á um að ekki megi afhenda börnum gjafir á skólatíma. Þrátt fyrir að hinir eldri hafi orðið nokkuð ósáttir við þessar reglur, létu börnin það lítið á sig fá. Deildarmyrkvinn var sá dimmasti á Íslandi frá árinu 1954. Telati-fjölskyldan fékk ekki hæli hér á landi. Telati-fjölskyldan Þessi mynd birtist af Telati-fjölskyldunni, hælisleitendum frá Albaníu, í Fréttablaðinu eftir að hún fékk synjun um hæli hér á landi. Fjölskyldan komst í fréttirnar því börnin þrjú fengu ekki skólavist hér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá lögmanni þeirra. Daginn sem fréttin birtist höfðu skólastjórnendur samband við fjölskylduna og börnin fengu öll inni í skóla. Ótrúleg samstaða ríkti á Íslandi og rituðu um átta þúsund manns nafn sitt á undirskriftalista og kröfðust þess að þau fengju hæli á Íslandi. Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson prýddu forsíðu fréttablaðsins í tilefni Hinsegin daga. Hinsegin dögum fagnað Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson prýddu forsíðu Fréttablaðsins, þar sem þeir sátu saman á regnbogalitum á Skólavörðustíg. Myndin var tekin í tilefni Hinsegin daga, sem náðu hámarki með Gleðigöngunni 8.ágúst, daginn sem myndin birtist. Myndin fékk mikla athygli á samfélagsmiðlum og vakti boðskapurinn mikla lukku, en yfirskrift myndarinnar var „Ástin er alls konar“. Almari hefur eflaust létt þegar hann fékk loks að stíga út úr glerkassanum sem hann hafði dvalið í í eina viku.Kallinn í kassanumEflaust muna flestir eftir Almari Atlasyni, sem nú er kenndur við kassa. Hann dvaldi í glerkassa í heila viku og fylgdist þjóðin spennt með lífi hans í gegnum netið.Free the nipple herferðin.vísir/vilhelmByltingarárið 2015Free the nipple, eða frelsum geirvörtuna, var herferð sem var afar fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. Með frelsun geirvörtunnar vöktu konur athygli á því misrétti sem þær verða. Þær fyrir afklámvæddu þannig brjóst og gengisfelldu hefndarklám, líkt og þær orðuðu það.Þúsundir lögðu niður störf í ár.vísir/pjeturPassað upp á að reglum sé fylgtVerkföll mörkuðu svo sannarlega árið 2015. Þúsundir lögðu niður störf og gætti áhrifa verkfallanna víða. Verkfallsverðir voru fengnir til að gæta þess að öllum reglum yrði fylgt.Malín Brand að lokinni yfirheyrslu.vísir/vilhelmFjárkúgunarsysturSysturnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru handteknar í júní fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Hér sést Malín er hún gekk út af lögreglustöðinni, nýkomin úr yfirheyrslu. Málið vakti gríðarlega athygli en systurnar játuðu báðar aðild að því við yfirheyrslu hjá lögreglu. Rannsókn málsins lauk í nóvember og var það þá sent til ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákært verði eða ekki. Annar maður kærði svo systurnar fyrir fjárkúgun í kjölfar þess að fjárkúgun þeirra á hendur Sigmundi Davíð komst í hámæli. Maðurinn hafði greitt systrunum 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín.Ásta Kristín Andrésdóttir sýknuð af ákæru um manndráp.vísir/stefánSýknuð af fordæmalausri ákæruÞað voru fagnaðarfundir þegar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðing, og Landspítalann, af ákæru um manndráp af gáleysi vegna andláts sjúklings. Málið er fordæmalaust og í fyrsta skipti sem spítalinn eða starfsmaður hans eru ákærðir. Hjúkrunarfræðingar studdu þétt við bakið á Ástu, og fjölmenntu í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp. Fleiri myndir eru að finna í albúminu hér fyrir neðan.Umsátursástand ríkti í hátt í sex klukkustundir í Hlíðarhjalla í Kópavogi þegar grunur lék á að maður vopnaður byssu væri inni í blokkinni. Íbúum var gert að fara út af heimilum sínum og var gríðarlegur viðbúnaður umhverfis húsið. Betur fór þó en á horfðist því enginn reyndist inni í íbúðinni.vísir/vilhelmvísir/vilhelmvísir/vilhelmVísir/pjeturEinn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð fórst í Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst. Viðamikil leit stóð yfir að vélinni í nokkrar klukkustundir og tóku yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn þátt í leitinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sá sem lést hét Arthur Grant Wagstaff og var kanadískur ríkisborgari. Sá sem komst lífs af heitir Arngrímur Jóhannsson og er þaulreyndur flugmaður.vísir/völundur jónssonTveir drengir voru hætt komnir þegar þeir festust í affallinu í Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í apríl. Annar drengurinn hafði farið í lækinn á eftir bolta sem þar datt út í og bróðir hans fór á eftir honum.vísir/ernirÞrátt fyrir að múgur og margmenni væri á Þingvöllum sá þessi ferðamaður ekki aðra lausn en að létta á sér við bílastæðið neðan við Almannagjá. Á Hakinu til hægri á myndinni virtu aðrir fyrir sér útsýnið.vísir/pjeturvísir/pjeturvísir/vilhelmNígerískur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna gruns um að hafa smitað stúlkur af HIV-veirunni. Hann hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að hann væri smitaður.vísir/pjeturBaltasar Kormákur vakti mikla athygli á árinu.vísir/valliHalldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, borinn til grafar.vísir/gvaDavid Cameron kom til Íslands í október til að sitja málþingið Northern Future Forum. Eitthvað virðist hann þó seinn á ferðinni, því á þessari mynd er einungis Sigmund Davíð Gunnlaugsson að finna.vísir/stefánvísir/gvavísir/gvaÞingmenn komu saman í tilefni jóla og gerðu sér glaðan dag. Erfiðu málin og leiðindin lögð á hilluna um stund.vísir/anton brinkBjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í október. Ólöf Nordal var kjörin varaformaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari.vísir/valliBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi hvítflibbaglæpamenn á Kvíabryggju í Fréttablaðinu. Hún átti nýverið tvíburavísir/stefánvísir/pjeturvísir/stefánÍslenska karlalandsliðið stóð sig heldur betur vel í ár, við mikinn fögnuð þjóðarinnar.vísir/vilhelmÞær voru nokkrar lægðirnar sem gengu yfir landið í ár.vísir/vilhelmLögreglumenn gengu fylktu liði að stjórnarráðinu og kröfðust betri kjarasamninga. Erfiðlega gekk að ná samningum og kom í kjölfarið upp óvenjuleg staða hjá lögreglunni, þegar flestir lögreglumenn boðuðu forföll.vísir/pjeturStærsta Skaftárhlaup sögunnar.vísir/vilhelmSanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn.vísir/pjeturReynt að ná Perlu á flot.vísir/gva
Fréttir ársins 2015 Hinsegin Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira