Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira