Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira