Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 13:45 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15