Vilja koma Kevi heim Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Fjölskyldan var flutt í lögreglufylgd af landi brott á fimmtudag Hópur fólks vinnur nú að því að koma albanskri fjölskyldu, sem flutt var úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, aftur heim til Íslands. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað verði í dag um fjármögnun og utanumhald verkefnisins með lögmönnum. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Barnalæknirinn Kristján Dereksson tjáði sig um sjúkdóminn á föstudag og sagði ólíklegt að Kevi myndi lifa til tíu ára aldurs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fjölskyldan komin til Albaníu og líður vel miðað við aðstæður. Þau hafa verið í sambandi við íslenska hópinn og fengið fréttir um þeirra mál þýddar yfir á móðurmálið. Katrín Oddsdóttir lögmaður segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjölskyldan sæki um hæli hér að nýju. „Þau eru ekki búin að klára allar kæruleiðir miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er einnig sá möguleiki fyrir hendi að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna í stað þess að sækja um hæli. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allsherjarnefnd Alþingis ætli að skoða mál fjölskyldunnar og hvort rétt hafi verið staðið að umsókn þeirra. Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Hópur fólks vinnur nú að því að koma albanskri fjölskyldu, sem flutt var úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, aftur heim til Íslands. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað verði í dag um fjármögnun og utanumhald verkefnisins með lögmönnum. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Barnalæknirinn Kristján Dereksson tjáði sig um sjúkdóminn á föstudag og sagði ólíklegt að Kevi myndi lifa til tíu ára aldurs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fjölskyldan komin til Albaníu og líður vel miðað við aðstæður. Þau hafa verið í sambandi við íslenska hópinn og fengið fréttir um þeirra mál þýddar yfir á móðurmálið. Katrín Oddsdóttir lögmaður segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjölskyldan sæki um hæli hér að nýju. „Þau eru ekki búin að klára allar kæruleiðir miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er einnig sá möguleiki fyrir hendi að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna í stað þess að sækja um hæli. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allsherjarnefnd Alþingis ætli að skoða mál fjölskyldunnar og hvort rétt hafi verið staðið að umsókn þeirra.
Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira