Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 13:45 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir fullkomið traust hafa ríkt milli albanskrar fjölskyldu sem vísað var úr landi í síðustu viku og lögmanns þeirra hjá Rauða krossinum. Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði fjölskyldufaðirinn Kastrijot Pepoj lögmanninn, Arndísi A.K. Gunnarsdóttur, hafa ráðlagt fjölskyldunni að draga til baka kæru sína á úrskurði Útlendingastofnunar en Björn segir það misskilning, Arndís hafi ekki gert annað en að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðu sinni. „Staðan er náttúrulega sú að engum Albana hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi,“ segir Björn. „En hún sagði honum samt að þau ættu meiri séns en aðrir, meðal annars vegna veikinda barnsins. Þau gætu þannig mögulega fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“ Líkt og áður hefur komið fram er sonur Kastrijot, Kevi, með slímseigjusjúkdóm. Afgreiðsla máls þeirra, og annarrar albanskrar fjölskyldu með langveikt barn, hefur vakið mikla gagnrýni og reiði og sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag hafa óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossinum um það hvernig staðið var að hælisumsókn fjölskyldnanna.Sjá einnig: Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Frá okkar bæjardyrum séð fer þetta mál ekkert óeðlilega fram,“ segir Björn. „Fjölskyldan ákvað að draga kæruna til baka út frá þeim möguleikum sem hún taldi sig hafa. Þannig að það er kannski erfitt að sakast við lögfræðing Rauða krossins þegar kerfið er nákvæmlega svona.“Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.Telur ummælin mistúlkuð Hann segir Arndísi hafa hvatt fjölskylduna eindregið til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar og það hafi ekki verið ráðlegging hennar að draga kæruna til baka. Hún hafi sagt fjölskyldunni að þau ættu meiri von en aðrar albanskar fjölskyldur en aldrei gefið þeim falskar vonir. „Hefði hún gefið þeim falskar vonir hefði hún ekki verið að standa sig sem réttargæslumaður þeirra,“ segir Björn. „Hennar skylda var að gera fjölskyldunni grein fyrir stöðunni eins og hún er innan okkar kerfis en ekki stöðunni eins og við vildum óska að hún væri.“Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Björn segir Rauða krossinn alls ekki vilja rengja Kastrijot en telur að ummæli hans hafi verið mistúlkuð. „Það hefur alveg fullkomið traust ríkt milli Arndísar og skjólstæðinga hennar í þessu máli“ segir Björn. „Ég held að það sem Kastrijot sagði í gær hafi ekki verið til að kenna henni um. Ef einhver myndi spyrja hann gagngert: Var lélegt samband milli þín og lögfræðingsins, þá myndi hann ekki segja að svo hefði verið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15