Búist við miklum fjölda ferðamanna á landinu um jól og áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 15:40 Flugeldarnir á áramótunum á Íslandi eru á meðal þess sem trekkir að ferðamenn yfir hátíðirnar. vísir/pjetur Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira