Verdens Gang: Þórir með súpertölfræði í undanúrslitaleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2015 13:00 Þórir Hergeirsson og norska landsliðskonan Linn Jorum Sulland. Vísir/AFP Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira