Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2015 00:10 Halla Tómasdóttir vísir/stefán Á níunda hundrað manns hafa nú skorað á Höllu Tómasdóttur, frumkvöðul og fjárfesti, að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands í forsetakosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Áskorunarsíðu henni til stuðnings var ýtt úr vör á Facebook 1. desember og segist Halla vera djúpt snortin yfir þeim skilaboðum sem henni hafa borist síðustu daga. „Það er ekki auðvelt að svara slíkri áskorun svo ég hef ákveðið að gefa mér tíma í að hugsa og ræða við mína nánustu, áður en ég segi af eða á,” segir Halla í skilaboðum til vina og vandamanna sinna. „Hver sem niðurstaðan verður, þá mun ég áfram brenna fyrir jafnrétti, sjálfbærni og uppbyggingu manneskjulegs samfélags,” segir hún ennfremur. Á síðunni Við skorum á Höllu Tómasdóttur í forsetaframboð 2016 segir: „„Við skorum á Höllu Tómasdóttur að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Höllu fylgir bjartsýni og áræðni, hún er verðugur fulltrúi þjóðarinnar,“ Þar stendur einnig: „Halla hefur kraftinn, jákvæðnina og hlýjuna til að verða góður forseti. Við þurfum forseta sem fyllir okkur eldmóði og bjartsýni, forseta sem verður okkur samferða inn í framtíðina. [...] Með Höllu mun Ísland eignast hvetjandi og uppbyggilegan forseta sem í senn mun reynast góður samferðamaður og verðugur fulltrúi á alþjóðlegum vettvangi.“ Ekki náðist í Höllu við vinnslu þessarar fréttar. Við skorum á Höllu Tómasdóttur að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands.Höllu fylgir bjartsýni, áræðni og kjarkur;...Posted by Við skorum á Höllu Tómasdóttur í forsetaframboð 2016 on Tuesday, 1 December 2015 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira
Á níunda hundrað manns hafa nú skorað á Höllu Tómasdóttur, frumkvöðul og fjárfesti, að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands í forsetakosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Áskorunarsíðu henni til stuðnings var ýtt úr vör á Facebook 1. desember og segist Halla vera djúpt snortin yfir þeim skilaboðum sem henni hafa borist síðustu daga. „Það er ekki auðvelt að svara slíkri áskorun svo ég hef ákveðið að gefa mér tíma í að hugsa og ræða við mína nánustu, áður en ég segi af eða á,” segir Halla í skilaboðum til vina og vandamanna sinna. „Hver sem niðurstaðan verður, þá mun ég áfram brenna fyrir jafnrétti, sjálfbærni og uppbyggingu manneskjulegs samfélags,” segir hún ennfremur. Á síðunni Við skorum á Höllu Tómasdóttur í forsetaframboð 2016 segir: „„Við skorum á Höllu Tómasdóttur að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Höllu fylgir bjartsýni og áræðni, hún er verðugur fulltrúi þjóðarinnar,“ Þar stendur einnig: „Halla hefur kraftinn, jákvæðnina og hlýjuna til að verða góður forseti. Við þurfum forseta sem fyllir okkur eldmóði og bjartsýni, forseta sem verður okkur samferða inn í framtíðina. [...] Með Höllu mun Ísland eignast hvetjandi og uppbyggilegan forseta sem í senn mun reynast góður samferðamaður og verðugur fulltrúi á alþjóðlegum vettvangi.“ Ekki náðist í Höllu við vinnslu þessarar fréttar. Við skorum á Höllu Tómasdóttur að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands.Höllu fylgir bjartsýni, áræðni og kjarkur;...Posted by Við skorum á Höllu Tómasdóttur í forsetaframboð 2016 on Tuesday, 1 December 2015
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira