Félag atvinnurekenda vill lækka álagningu ÁTVR Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:55 Virðisaukaskattur áfengi mun lækka um áramótin en á móti mun áfengisgjald hækka. Vísir/GVA Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi. Alþingi Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi.
Alþingi Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira